Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 32
12 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA gerðir urðu að engu, þegar stríð- ið skall á. í þess stað réðst Kamban í það að fara með hana vestur um haf. Fór hann haustið 1915 til New York og dvaldist þar full tvö ár án þess þó að ávinna annað en það ;að leikurinn var þýddur á enska tungu og gefinn út 1917. Á íslandi var Hadda-Padda fyrst sýnd á annan í jólum 1915. Kamb- an hafði að vísu boðið Leik- félagi Reykjavíkur leikinn nýsam- inn haustið 1912, en þá treysti Leik- félagið sér ekki við erfiðleika þá, sem á voru sýningu hans. Þegar hann loks var sýndur, var honum tekið heldur tómlega, enda all- miklir gallar á sýningunni. Guðrún Indriðadóttir lék Höddu Pöddu til nokkurrar hlítar, en gervi Kristínar var slæmt, og Ingólfur fremur lé- legur. IV. Áður en lengra er farið, er rétt að virða fyrir sér Höddu-Pöddu og næsta leik Kambans: Konungs- glímuna. Hún var fullsamin a. m. k. fyrir haustið 1913, en kom út hjá Gyldendal 1915. Var hún síðan leikin í árslok 1917 á íslandi og haustið 1920 á konunglega leik- húsinu í Khöfn. Þessi tvö fyrstu leikrit Kamb- ans marka fjrsta stigið í þroska hans og skoðunum. Þau eru bæði lögð í íslenzkt nútíðar-umhverfi — «nda þótt sr. Jónas Jónasson léti svo um mælt um persónurnar í Höddu-Pöddu, að þær væri “svo óíslenzkar sem mest mætti verða”: þessi ummæli eru auðskilin í munni gamals raunsæismanns, því þessi leikrit eru alt annað en raunsæ. Þess er áður getið, hve hrifinn Kamban var af Jóhanni Sigurjóns- syni, enda bera þessi fyrstu leikrit hans allglögglega menjar. í orði kveðnu er umhverfið dálítið ann- að: Kamban yrkir um heldra fólk í Reykjavík (eins og Einar Kvar- an), Jóliann um sveitafólk og 18. aldar útilegumenn. En þetta skiftir minstu. Aðalatriðið eru liinar sterku rómantísku söguhetjur með ís- lenzka náttúru og íslenzkt þjóðlíf sem litríka baksýn, ásamt tilsvör- um oft þúngum af skáldlegum lík- ingum og ljóðrænum blæ. Sumar persónurnar eru jafnvel gerðar til að flytja þessar spaklegu og skáld- legu liugsanir (Arngrímur holds- veiki). Alt þetta kemur fram í leikrit- um Kambans jafnvel í enn ríkara mæli. Leikrit hans eru full af róm- antískum æfintýra mótívum eins og fjöregginu, sem systurnar í Höddu-Pöddu kasta á milli sín, grasakonunni, sem talar spaklega og skáldlega við Hrafnhildi; kafl- inn, sem er hreinasta perla, minnir á þjóðsöguna um nátttröllið er kvað á glugga við stúlkuna: Fögur þykir mér hönd þín o. s. frv. Þá er bjargsigið, er minnir á þjóðsagn- ir um bjargsig og brýndar skálmir, og sem Kamban hefir orðið svo skotinn í að hann notar það líka í smásögunni Dúna Kvaran. í Kon- ungsglímunni má benda á glímuna fyrst og fremst, álfadansinn og fóst- bræðralagið og loks er alt leikrit- ið bygt utan um grindina í hinu rómantíska kvæði Runebergs- Thomsens: Hrólfur sterki. En auðvitað eru þessi æfintýra- mótív ekki aðalatriðið. Þau eru eins og prýðilegur búnaðar á fornu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.