Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 32
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
gerðir urðu að engu, þegar stríð-
ið skall á. í þess stað réðst Kamban
í það að fara með hana vestur um
haf. Fór hann haustið 1915 til New
York og dvaldist þar full tvö ár
án þess þó að ávinna annað en það
;að leikurinn var þýddur á enska
tungu og gefinn út 1917.
Á íslandi var Hadda-Padda fyrst
sýnd á annan í jólum 1915. Kamb-
an hafði að vísu boðið Leik-
félagi Reykjavíkur leikinn nýsam-
inn haustið 1912, en þá treysti Leik-
félagið sér ekki við erfiðleika þá,
sem á voru sýningu hans. Þegar
hann loks var sýndur, var honum
tekið heldur tómlega, enda all-
miklir gallar á sýningunni. Guðrún
Indriðadóttir lék Höddu Pöddu til
nokkurrar hlítar, en gervi Kristínar
var slæmt, og Ingólfur fremur lé-
legur.
IV.
Áður en lengra er farið, er rétt
að virða fyrir sér Höddu-Pöddu og
næsta leik Kambans: Konungs-
glímuna. Hún var fullsamin a. m.
k. fyrir haustið 1913, en kom út
hjá Gyldendal 1915. Var hún síðan
leikin í árslok 1917 á íslandi og
haustið 1920 á konunglega leik-
húsinu í Khöfn.
Þessi tvö fyrstu leikrit Kamb-
ans marka fjrsta stigið í þroska
hans og skoðunum. Þau eru bæði
lögð í íslenzkt nútíðar-umhverfi —
«nda þótt sr. Jónas Jónasson léti
svo um mælt um persónurnar í
Höddu-Pöddu, að þær væri “svo
óíslenzkar sem mest mætti verða”:
þessi ummæli eru auðskilin í munni
gamals raunsæismanns, því þessi
leikrit eru alt annað en raunsæ.
Þess er áður getið, hve hrifinn
Kamban var af Jóhanni Sigurjóns-
syni, enda bera þessi fyrstu leikrit
hans allglögglega menjar. í orði
kveðnu er umhverfið dálítið ann-
að: Kamban yrkir um heldra fólk
í Reykjavík (eins og Einar Kvar-
an), Jóliann um sveitafólk og 18.
aldar útilegumenn. En þetta skiftir
minstu. Aðalatriðið eru liinar sterku
rómantísku söguhetjur með ís-
lenzka náttúru og íslenzkt þjóðlíf
sem litríka baksýn, ásamt tilsvör-
um oft þúngum af skáldlegum lík-
ingum og ljóðrænum blæ. Sumar
persónurnar eru jafnvel gerðar til
að flytja þessar spaklegu og skáld-
legu liugsanir (Arngrímur holds-
veiki).
Alt þetta kemur fram í leikrit-
um Kambans jafnvel í enn ríkara
mæli. Leikrit hans eru full af róm-
antískum æfintýra mótívum eins
og fjöregginu, sem systurnar í
Höddu-Pöddu kasta á milli sín,
grasakonunni, sem talar spaklega
og skáldlega við Hrafnhildi; kafl-
inn, sem er hreinasta perla, minnir
á þjóðsöguna um nátttröllið er
kvað á glugga við stúlkuna: Fögur
þykir mér hönd þín o. s. frv. Þá
er bjargsigið, er minnir á þjóðsagn-
ir um bjargsig og brýndar skálmir,
og sem Kamban hefir orðið svo
skotinn í að hann notar það líka
í smásögunni Dúna Kvaran. í Kon-
ungsglímunni má benda á glímuna
fyrst og fremst, álfadansinn og fóst-
bræðralagið og loks er alt leikrit-
ið bygt utan um grindina í hinu
rómantíska kvæði Runebergs-
Thomsens: Hrólfur sterki.
En auðvitað eru þessi æfintýra-
mótív ekki aðalatriðið. Þau eru
eins og prýðilegur búnaðar á fornu