Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 34

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 34
14 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Þessi niöurlagsorð smásögunnar Dúnu Kvaran, eru nú aðalefni leiksins Konungsglíman. Hekla, ráðherradóttirin, svífst í örvæntingu afbrýðisseminnar einsk- is til að vinna ást Hrólfs. Vitneskjan um það að hann ann Ingibjörgu, rekur hana til þess örþrifaráðs að láta hann velja rnilli hennar og langrar fangelsisvistar föður hans, eða sín og frelsi föður hans til handa. í öngum sínum beitir hún valdi, en þegar Hrólfur þrátt fyrir alt gengur að kostum liennar: vel- ur hana og frelsi föður síns, þá er henni allri lokið og hún hugs- ar ekki til að ganga eftir sínu. En ofsi hennar hefir farið sem felli- bylur yfir sál Hrólfs, og frá þeirri stundu tekur hann að unna henni. “Ástin vex lieitara í hjarta þess, sem færir fórnina, en í hjarta þess sem fær hana”. Og um framkomu hennar lætur hann vin hennar segja: “Mér virðist breytni hennar hvorki falleg né ljót, góð né ill. Það er ástin.” Það er lítill vandi að sjá að þess- um konum kippir í kynið til systra sinna í Laxdælu og Eddu. En í Konungsglímunni einkum rná sjá þess menjar að Kamban hefir geng- ið í skóla fornsaganna. Á fóst- bræðralagið hefir þegar verið minst. En tækni hans, þegar hann lýsir viðbrigðum Heklu á Þingvöllum, er hún fær að vita um samband þeirra Hrólfs og Ingibjargar, er mjög í sögustíl, og svipað er að segja um samtal Hrólfs og móður hans, er hún láir honum að hafa ekki geng- ið að kostum Heklu til að frelsa föður sinn. Ásta, móðir hans, lýkur brígsiunum með þessum orðum: “Ef þú fær þriðja biðilinn í þess- um mánuði, verður þú að fara að hugsa um lieimanfylgjuna.”*) Þrátt fyrir ágæta spretti, eins og þriðja þátt Konungsglímunnar, stendur leikritið heldur að baki Höddu-Pöddu, byggingin er ekki eins föst, viðburðaflækjan meiri en góðu hófi gegnir. Á leiksviðinu var því heldur ekki tekið eins vel og H. P., þótti unggæðislegt og nokk- uð fult af belgingi. Auk þess skorti leikendur kgl. leikliússins (að sögn Sven Langes) þá dýpt tilfinning- anna, sem til þess þurfti að sýna Hrólf og Heklu. En í Reykjavík tókst frú Stefam'u Guðmundsdótt- ur, þrátt fyrir lélegan útbúnað, að gera Heklu að lifandi konu. V. Eg gat þess áður, að kjarninn í þessum yngstu verkum Kambans, væri konur og ást, eins og eðlilegt er ungum manni. — Þess má geta áð á þessu tímabili kyntist hann frk. Agnete Egeberg, dóttur Jens Egeberg málara og kennara við fjöllistaskólann í Khöfn, og bund- ust þau heitorði áður en hann færi vestur um haf 1915. Sumarið eftir fór hún vestur á eftir honum, og giftust þau þá í New York, en þar dvöldu þau síðan til haustsins 1917 að þau fluttust aftur til Kaup- mannahafnar. Eins og áður er sagt, var þessi vesturför ger í þeim tilgangi, að fá Höddu-Pöddu sýnda í New York. *) Sbr. t.d. orð Þorgerðar Egilsdóttur I Laxdælu, er hún eggjar sonu sína að hefna Kjartans, og kveðju Jóns Arason- ar: “ber þú .. . kveðju mína . . . einkan- lega sr. Sigurði, dóttur minni, og Þórunni syni mínum.” — Menn og Mentir I. 383.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.