Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 38
18 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA er enginn efi á því að í Vi Mordere reit Kamban sinn bezta leik, enda fóru viðtökurnar eftir því, og mun vikiö að þeim síðar. Sjálfur hefir hann og fundið að hann hefir náð hámarki í meðferð sorgarleiksins, og því viljað snúa sér að nýjum viðfangsefnum, Næst kemur frá honum hinn létti gamanleikur De Arabiske Telte og þar næst skáld- sagan Ragnar Finnsson (1922) frumsmíð hans á því sviði. En þótt svo sé, eru engin byrj- endaglöp sjáanleg á þessari fyrstu sögu hans, fremur en á leikriti hans hinu fyrsta. Ragnar Finnsson ber miklu fremur vott um æfða hönd hins þroskaða rithöfundar, enda er ekki gott að segja hve lengi sag- an kann að hafa veriö í smíðum. Svo mikið er víst að fyrsta kapí- tulann átti hann fullbúninn 1914 — sama árið og Hadda Padda kom út — því þá lét hann prenta hann í Skírni, sem smásöguna Faxi. Ef til vill hefir þá þegar vakað fyrir honum að færa æskuminningar sínar og reynslu skólaáranna í skáldsagnargerfi, þó eigi óraði hann þá fyi’ir endi sögunnar. En svo kom Ameríkudvölin og gaf honum efn- ið í niðurlag hennar. Svo að sagan varð í einu ömurleg hnignunar- saga gáfaðs íslendings úti í veröld- inni og skörp ádeila á grimd þjóð- félagsins og heimsku eins og hún lýsir sér í amerískum hegningar- lögum og amerískri refsivist, — þess skal getið, að því mun fara fjarri að ástandinu sé lýst ver en það er í raun og veru, enda eru Bandaríkin fræg að endemum fyr- ir fjölda glæpamanna og glæpa. — Og síðari liluti Ragnars Finnsson- ar fjallar þannig um sama efni, “glæpamanninn og þjóðfélagið”, er Belford dómari (í Marmor) liefir skrifað bók um. Og svik þau, er Ragnar verður fyrir af blaðakóng- um New York, era hin sömu og höf. lætur verkfræðinginn í Vér Morðingjar hafa orðið fyrir. í þessu má sjá sparsemi skáldsins í með- ferð mótíva sinna. En þessi spar- semi dregur ekkert úr gildi sög- unnar. Ragnar Finnsson er mað- ur sem seint mun gleymast, svo vel er frá mannlýsingunni gengið af höfundi, ekki sízfeftir að honum hefir verið varpað í píslarklefa hinna amerísku fangelsa, og manni er sýnt, hvernig þessi upphaflega fagra, góða og viðkvæma sál, er teygð og marin, unz fegurðin er orðin að afskræmi, gæðin að grimd og hatri, en viðkvæmninni hafa vaxið sterkar rándýrsklær. En nú er komið að fjórðu og síð- ustu bókinni, sem á ætt sína að rekja til New York-dvalar, leikrit- ið Örkenens Stjerner, er kom næst á eftir Ragnari Finnssyni (1925). Höfundur getur þess að það sé ort tupp úr gamalli helgisögu, það er sögnin um hina lieilögu Thais, en, vel að merkja, í því formi, sem Anatole France gaf henni í skáld- sögunni Thais, og frægast mun hafa orðið í meðferð óperunnar Thais eftir Massenet (textinn eftir Louis Gallet). Upphaflega segir helgisagan frá því einu, að egypsk- ur meinlætismúnkur snýr vændis- konunni Thais frá villu síns vegar og kemur henni í klaustur, þar sem hún bætir fyrir brot sín með ströngu líferni og andast að lokum sannheilög kona. En Anatole France
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.