Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 39
GUÐMUNDUR KAMBAN
19
gerir þá mikilvægu breytingu á
þessari hákristilegu sögn, að hann
lætur meinlætamanninn falla eftir
langa og stranga baráttu fyrir örv-
um ástarinnar, er setið hafa í
bjartarótum hans síðan hann mætti
Thais. Sér þar fingraför heiðingj-
ans á helgisögninni. Þetta tvöfalda
afturhvarf virðist nú við fyrsta á-
lit þungamiðja leiksins hjá Kamb-
an. Þó er því eigi svo varið við
nánari athugun, því söguhetjur
hans: Vivienne Montford, léttúðar-
kona í New York og bróðir Percy,
strætaprédikari í sömu borg — eiga
bæði mikið eftir að læra í skóla
lífsins. í raun og veru renna þau
bæði tvöfalt skeið blekkingarinn-
ar í líki meinlæta og léttúðar, en
standa svo að leiöarlokum skírð
og hyggin fyrir dýrkeypta reynslu,
°g þó hvort með sínum hætti. Hún
hefir lært list uppgjafar og nægju-
semi og bíður dauðans með jafnað-
argeði; hann, presturinn, sem áð-
Ur hafði verið höfundur velgerðar-
félaga og innundir hjá auðmönn-
um, hann hefir nú séð að engar
syndir eru verri en þær, sem framd-
ar eru undir hinum helgu merkj-
Um góðgerðastarfseminnar, ætt-
jarðarástarinnar og laganna, og
hann strengir þess heit að hefna
Vivienne á hinu rangláta þjóðfé-
^agi, sem skóp kjör hennar. Hann
er m. ö. o. orðinn að eldheitum
Umbótamanni eins og Robert Bel-
ford. Og þannig er helgisagan í
meðferð Kambans aftur orðin að
Prédikun, þótt annan boðskap flytji
hún en upphaflega var til ætlast.
■é-unars virðist mér Kamban ekki
hafa tekist rétt vel með viðaukann,
Prédikunartónninn í orðum Percy’s
er of áberandi, og eftir alt saman
eru það bara orð. Þá eru örlög Vi-
vienne áhrifameiri, hún er, ásamt
verkfræðingnum í Vi Mordere, Ro-
bert Belford í Marmor og Ragnari
Finnssyni, sannur píslarvottur þjóð-
félagsins og fordóma þess.
VI.
Þau fjögur rit, sem nú hefir verið
frá sagt, komu öll út eftir að
Kamban var kominn aftur til Dan-
merkur úr vesturförinnl. Marmor
kom 1918, en var aldrei leikinn,
þrátt fyrir áeggjan G. Brandesar
(1919). En aftur á móti tóku leik-
húsin Vi Mordere næstum jafn-
skjótt og ritið kom út. Var frum-
sýning á Dagmarleikhúsinu 2. marz
1920 undir leikforustu Kambans
sjálfs. Stóð Dagmarleikhúsið í þann
tíð í fremstu röð leikhúsa í Höfn,
undir forusfcu Thorkild Roose, nafn-
kends leikara, sem þá fyrir skömmu
hafði yfirgefið konunglega leikhús-
ið og dregið með sér tvo beztu
leikkrafta þess: Poul Reumst og
Bodil Ipsen. Lék Roose verkfræð-
inginn í Vi Mordere á móti Clara
Pontoppidan og hrósaði sigri mikl-
um. Segir Kristján Albertsson, að
þau fjögur ár, sem hann var í
Höfn hafi engum nýjum leik ver-
ið tekið með slíkum fögnuði. Lof-
uðu blöðin leikinn í háum tónum,
einkum Julius Clausen í Berlingske
Tidende (4. marz): “Hversu mikils
virði er ekki þetta verk, í saman-
burði við alt sinnuleysið, þvaðrið
og falsið í leikbúningi? Hér var
vissulega ekki leikið falskt.” Taldi
hann kvöldið jafnmikinn sigur fyr-
ir leikhúsið og höfundinn.
Þá var sigurinn í þjóðleikhúsinu