Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 39

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 39
GUÐMUNDUR KAMBAN 19 gerir þá mikilvægu breytingu á þessari hákristilegu sögn, að hann lætur meinlætamanninn falla eftir langa og stranga baráttu fyrir örv- um ástarinnar, er setið hafa í bjartarótum hans síðan hann mætti Thais. Sér þar fingraför heiðingj- ans á helgisögninni. Þetta tvöfalda afturhvarf virðist nú við fyrsta á- lit þungamiðja leiksins hjá Kamb- an. Þó er því eigi svo varið við nánari athugun, því söguhetjur hans: Vivienne Montford, léttúðar- kona í New York og bróðir Percy, strætaprédikari í sömu borg — eiga bæði mikið eftir að læra í skóla lífsins. í raun og veru renna þau bæði tvöfalt skeið blekkingarinn- ar í líki meinlæta og léttúðar, en standa svo að leiöarlokum skírð og hyggin fyrir dýrkeypta reynslu, °g þó hvort með sínum hætti. Hún hefir lært list uppgjafar og nægju- semi og bíður dauðans með jafnað- argeði; hann, presturinn, sem áð- Ur hafði verið höfundur velgerðar- félaga og innundir hjá auðmönn- um, hann hefir nú séð að engar syndir eru verri en þær, sem framd- ar eru undir hinum helgu merkj- Um góðgerðastarfseminnar, ætt- jarðarástarinnar og laganna, og hann strengir þess heit að hefna Vivienne á hinu rangláta þjóðfé- ^agi, sem skóp kjör hennar. Hann er m. ö. o. orðinn að eldheitum Umbótamanni eins og Robert Bel- ford. Og þannig er helgisagan í meðferð Kambans aftur orðin að Prédikun, þótt annan boðskap flytji hún en upphaflega var til ætlast. ■é-unars virðist mér Kamban ekki hafa tekist rétt vel með viðaukann, Prédikunartónninn í orðum Percy’s er of áberandi, og eftir alt saman eru það bara orð. Þá eru örlög Vi- vienne áhrifameiri, hún er, ásamt verkfræðingnum í Vi Mordere, Ro- bert Belford í Marmor og Ragnari Finnssyni, sannur píslarvottur þjóð- félagsins og fordóma þess. VI. Þau fjögur rit, sem nú hefir verið frá sagt, komu öll út eftir að Kamban var kominn aftur til Dan- merkur úr vesturförinnl. Marmor kom 1918, en var aldrei leikinn, þrátt fyrir áeggjan G. Brandesar (1919). En aftur á móti tóku leik- húsin Vi Mordere næstum jafn- skjótt og ritið kom út. Var frum- sýning á Dagmarleikhúsinu 2. marz 1920 undir leikforustu Kambans sjálfs. Stóð Dagmarleikhúsið í þann tíð í fremstu röð leikhúsa í Höfn, undir forusfcu Thorkild Roose, nafn- kends leikara, sem þá fyrir skömmu hafði yfirgefið konunglega leikhús- ið og dregið með sér tvo beztu leikkrafta þess: Poul Reumst og Bodil Ipsen. Lék Roose verkfræð- inginn í Vi Mordere á móti Clara Pontoppidan og hrósaði sigri mikl- um. Segir Kristján Albertsson, að þau fjögur ár, sem hann var í Höfn hafi engum nýjum leik ver- ið tekið með slíkum fögnuði. Lof- uðu blöðin leikinn í háum tónum, einkum Julius Clausen í Berlingske Tidende (4. marz): “Hversu mikils virði er ekki þetta verk, í saman- burði við alt sinnuleysið, þvaðrið og falsið í leikbúningi? Hér var vissulega ekki leikið falskt.” Taldi hann kvöldið jafnmikinn sigur fyr- ir leikhúsið og höfundinn. Þá var sigurinn í þjóðleikhúsinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.