Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 41

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 41
GUÐMUNDUR KAMBAN 21 VII. Hið fyrsta af þessum Hafnarrit- um Kambans er De Arabiske Telte. Leikurinn fjallar um hjónabönd nútímans — og hjónaskilnaði, með öðrum orðurn um hið mikla los á kynferðismóral nútíðarinnar, er einna berlegast kemur fram í ame- n'skum hjónaskilnuðum á aðra hönd, og rússneskri hjónabands- löggjöf á hina, en hefir annars grafið um sig hvarvetna. Að því leyti er leikurinn í beinu framhaldi af hjónabands-harmleikn- um: Vér morðingjar, en öðrum og léttari höndum fer höfundur nú um viðfangsefnið, svo að maður gæti freistast til að auka nafn þessa uýja leiks og kalla hann: Kærlig- hedens Komedie. En munurinn á hjónabands-siða- lögmáli gömlu og nýju kyn- slóðarinnar er sá, að þótt hugsjón t*eggja sé hjónaband í ástum, þá leggur gamla kynslóðin áherzlu á hjónabandið, hvað sem ástinni kann aö líða, en hin yngri kynslóð á ástina, hvað sem hjónabandinu líð- ur. Höfundurinn leiðir oss fyrir sjón- ir gamla og fína íslenzk-danska horgarafjölskyldu á þessum hættu- legu tímamótum. Vér kynnumst þrem ættliðum: alt frá ömm.u gömlu, sem táknar gamla tímann, til þriggja uppkominna og giftra harna, sem auðvitað eru af nýja tímanum. Öll hjónaböndin berast á iúindsker ástleysisins, og hver hjargar sér eins og bezt gengur: Harl skilur vægðarlaust við konu s>na til að giftast aftur, Baldvin hlótar á laun við Lovísu sína og lætur alt kyrt vera. Sigþrúður leys- ir óðara öll bönd af manni sínum, af því að hún ann honum vel að njóta lífsins með annari konu. Hún hefir lagt á minnið orð ömmu gömlu um Bedúínana, sem flytja tjöld sín, þegar lindirnar eru þorn- aðar. Á milli hins gamla og nýja standa foreldrarnir, Eggert og Dagmar og Stefanía systir Eggerts. Þau syst- kinin eru af gamla skólanum, kröfuhörð og trygg. En tímarnir breytast og mennirnir með: Eggert leyfir sér að lokum smáæfintýri án þess að Dagmar taki þau öðruvísi en í gamni. En Stefanía er ekki í skapi til að taka létt á æfintýrum síns manns, hún vill eiga hann sjálf og að síðustu stendur hún ein uppi, sem klettur í hafróti nýja tímans. Það er létt yfir þessum leik, fjör og fyndni í tilsvörunum sarnan við alvöruna, sem undir býr. Það er líkast því sem Kamban hafi viljað sýna, að hann hefði ekki til einsk- is búið árum saman við hina frægu “Gemytlighed” og græskulausa gaman Hafnarbúa. Og lausn leiks- ins er vongóð: hún er þetta, að á hverju sem veltur um siðalögmál tízkunnar, þá verður það aldrei aðalatriðið, heldur mennirnir, sem lifa lífinu. Veldur hver á heldur. Og mennirnir í De Arabiske Telte eru vel af guði gerðir. Det Sovende Hus er og mjög dönsk saga. Og nafnið er tilvalið. Alt er hófsamt og fíngert í þessari bók, fíngert eins og danska borg- arafjölskyldan, sem hún lýsir, hóf- samt eins og endurminningin, sem myndir bókarinnar stíga upp úr, minning eftir minningu. Þessi að-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.