Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 41
GUÐMUNDUR KAMBAN
21
VII.
Hið fyrsta af þessum Hafnarrit-
um Kambans er De Arabiske Telte.
Leikurinn fjallar um hjónabönd
nútímans — og hjónaskilnaði, með
öðrum orðurn um hið mikla los á
kynferðismóral nútíðarinnar, er
einna berlegast kemur fram í ame-
n'skum hjónaskilnuðum á aðra
hönd, og rússneskri hjónabands-
löggjöf á hina, en hefir annars
grafið um sig hvarvetna.
Að því leyti er leikurinn í beinu
framhaldi af hjónabands-harmleikn-
um: Vér morðingjar, en öðrum og
léttari höndum fer höfundur nú um
viðfangsefnið, svo að maður gæti
freistast til að auka nafn þessa
uýja leiks og kalla hann: Kærlig-
hedens Komedie.
En munurinn á hjónabands-siða-
lögmáli gömlu og nýju kyn-
slóðarinnar er sá, að þótt hugsjón
t*eggja sé hjónaband í ástum, þá
leggur gamla kynslóðin áherzlu á
hjónabandið, hvað sem ástinni kann
aö líða, en hin yngri kynslóð á
ástina, hvað sem hjónabandinu líð-
ur.
Höfundurinn leiðir oss fyrir sjón-
ir gamla og fína íslenzk-danska
horgarafjölskyldu á þessum hættu-
legu tímamótum. Vér kynnumst
þrem ættliðum: alt frá ömm.u
gömlu, sem táknar gamla tímann,
til þriggja uppkominna og giftra
harna, sem auðvitað eru af nýja
tímanum. Öll hjónaböndin berast á
iúindsker ástleysisins, og hver
hjargar sér eins og bezt gengur:
Harl skilur vægðarlaust við konu
s>na til að giftast aftur, Baldvin
hlótar á laun við Lovísu sína og
lætur alt kyrt vera. Sigþrúður leys-
ir óðara öll bönd af manni sínum,
af því að hún ann honum vel að
njóta lífsins með annari konu. Hún
hefir lagt á minnið orð ömmu
gömlu um Bedúínana, sem flytja
tjöld sín, þegar lindirnar eru þorn-
aðar.
Á milli hins gamla og nýja standa
foreldrarnir, Eggert og Dagmar og
Stefanía systir Eggerts. Þau syst-
kinin eru af gamla skólanum,
kröfuhörð og trygg. En tímarnir
breytast og mennirnir með: Eggert
leyfir sér að lokum smáæfintýri án
þess að Dagmar taki þau öðruvísi
en í gamni. En Stefanía er ekki í
skapi til að taka létt á æfintýrum
síns manns, hún vill eiga hann
sjálf og að síðustu stendur hún
ein uppi, sem klettur í hafróti
nýja tímans.
Það er létt yfir þessum leik, fjör
og fyndni í tilsvörunum sarnan við
alvöruna, sem undir býr. Það er
líkast því sem Kamban hafi viljað
sýna, að hann hefði ekki til einsk-
is búið árum saman við hina frægu
“Gemytlighed” og græskulausa
gaman Hafnarbúa. Og lausn leiks-
ins er vongóð: hún er þetta, að á
hverju sem veltur um siðalögmál
tízkunnar, þá verður það aldrei
aðalatriðið, heldur mennirnir, sem
lifa lífinu. Veldur hver á heldur.
Og mennirnir í De Arabiske Telte
eru vel af guði gerðir.
Det Sovende Hus er og mjög
dönsk saga. Og nafnið er tilvalið.
Alt er hófsamt og fíngert í þessari
bók, fíngert eins og danska borg-
arafjölskyldan, sem hún lýsir, hóf-
samt eins og endurminningin, sem
myndir bókarinnar stíga upp úr,
minning eftir minningu. Þessi að-