Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 48
:28
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
flytja atburðina undir augu lesand-
ans: liann sér alt og veit um leið og
það gerist, eins og liorft sé á kvik-
mynd. En þetta stílbragð Kambans
er svo óvenjulegt, að manni kem-
ur það jafnvel stundum ankanna-
lega fyrir sjónir, eins og ávalt all-
ar nýjungar. Menn lesi t. d. kafl-
ann í Mala domestica, bls. 14.
'Sumar setningarnar þar láta í eyr-
um eins og þýzka (Hljóðaðu, hefir
hún sagt við Ragnheiði o. s. frv.)
XI.
Hverskonar maður er þá Kamb-
an og hver er staða hans í bók-
mentunum?
Fyrir mann, sem ekki er per-
sónulega kunnugur Kamban, er
ekki auðvelt að lýsa honum eftir
ritum hans, eins og t. d. Þórbergi
Þórðarsyni. Rit Kambans eru dá-
lítið ósamkynja, en þegar frá eru
skilin fyrstu tvö leikritin, má þó
heita að þroskalínan sé óbrotin.
Þrátt fyrir ofsa þann, sem verð-
ur vart einkum í fyrstu ritum hans,
er Kamban í raun og veru langt frá
frá því að vera neinn öfgamaður.
Hann er fyrst og fremst borgari,
góður íslendingur og alheimsborg-
ari í senn.
Fegurðardýrkari er hann allmik-
ill. Hann ann kurteisi og fögrum
siðum og fyrir íslands hönd vill
hann innleiða alþjóða siðfágun til
þess að fullkomna þá menning
hjartans, sem hann finnur hjá þjóð-
inni þrátt fyrir þursahaminn hið
ytra. Hann leggur meiri rækt við
framburð málsins en flestir aðrir
íslendingar. Eflaust hefir þessi feg-
urðardýrkun hans valdið því hve
hrifinn hann varð af leikritum Jó-
hanns Sigurjónssonar; og þær
Hadda-Padda og Hekla ásamt Dúnu
Kvaran, eru fyrst og fremst feg-
urðar-verur, skapaðar í stíl við
Höllu, gæddar þeim rómantíska
ljóma, sem ungir menn eru vanir
að sjá brenna um liöfuð ástmeyja
sinni. Rómantíkin lifir enn í lýs-
ingunni á ástum Ragnheiöar Brynj-
ólfsdóttur, þótt allmikið sé hún
breytt og raunsæi blönduð.
Annars virðist hann í eðli sínu
vera meir raunsæismaður og gagn-
rýnir en rómantíkari, enda kemur
hann undan handarjaðri manna,
sem stóðu nálægt i-aunsæisstefn-
unni heima á íslandi. Hann er um-
bótamaður en ekki byltinga, þótt
næri’i því stappi í sumum verkum
lians. Hann gagnrýnir refsivistina,
kynferðismálin og samlíf kynjanna
og yfirleitt flest það, sem aflaga
fer í vestrænni menningu vorra
daga. Torveldara er honum að
benda á leiðir til úrlausnar, þó virð-
ist hann hallast að aðferðum
Gandhis. Sem raunsæismaður og
gagnrýnir er hann mikill vinur
Brandesar.
í list sinni leggur hann mikla
rækt við formið og ann hinu
stranga formi. Því velur hann sér
leikritið að fást við. Hann virðist
sverfa verk sín og slípa, er góð-
virkari en hvað hann er mikilvirk-
ur.
Ímyndunarafl hans virðist ekki
komast til jafns við skynsemiskraft
hans og vitsmuni. Hann er ein-
kennilega nýtinn á hugmyndir sín-
ar og tekur ekki sjaldan mótið að
láni frá öðrum eldri höfundum.
Skorti á frjósamri sköpunargáfu
mun það og að kenna að hann á