Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 52

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 52
32 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Menn sögðu að honum þætti gott í staupinu. Eg sá hann sanit aldrei við öl; enda var lítið um vínföng í Tangier á þeim árum, og Abraham mun sjaldan hafa náð í áfengt vín nema á stórhátíðum. En hann neytti tóbaks í meira lagi, og sást víst ekki oft án þess, að hafa stutta, kolsvarta krítarpípu í vinstra munnvikinu. Þegar íslendingar komu til Tan- gier, var Abraham búinn að vera þar nokkur ár, og þangað kom hann frá Halifax, að sögn. í Tan- gier gengu margar furðulegar sög- ur um þenna góða og einkennilega mann, og voru víst ekki allar laus- ar við ýkjur. Flestum þeim sög- um, sem eg heyrði um hann, hefi eg nú gleymt. Eg man það samt, að þær voru margar um viðskifti hans og Daníels Hoss. Og eins var það, ef eitthvað skringilegt var sagt um Hoss, að þá var oft Abrahams líka að einhverju leyti getið. Ein sagan var um það, hvernig Abra- ham kom því til leiðar, að Daníel Hoss hætti með öllu að spila á spil, og er innihald þeirrar sögu á þessa leið: Eitt vetrarkvöld var glatt á hjalla í húsi Daníels Hoss. Nokkrir vinir hans sátu þar og spiluðu “poker” upp á peninga; en ekki var Abra- liam í þeim hóp. Þegar á leið kvöld- ið gætti einhver í hópnum að því, að þrír lijarta-ásar voru í spilinu, og þóttist enginn vita hverju það sætti, og urðu menn hljóðir við. Þá stakk Hoss upp á því, að sent væri eftir Abraham Burt, og hann beðinn að ráða fram úr þessum ógnar vandræðum. Allir féllust á þá tillögu og lofuðust til að hlíta úr- skurði Abrahams. Var nú sent eftir honum, og kom hann um miðnætt- ið. Hafði hann verið seinn til að búa sig á stað og verið lengi á leið- inni. Þegar hann kom inn í stofuna til spilamannanna, settist hann við borðið án þess að ávarpa nokkurn, kveikti í pípu sinni, tók síðan spil- in, skoðaði þau lengi og gaumgæfi- lega og lét brúnir síga. En þegar minst varði, stóð hann upp; gekk að ofninum, sem stóð þar á miðju gólfi, opnaði hann, fleygði öllum spilunum í eldinn, lokaði því næst ofninum með hægð, og sagði í dimmum og annarlegum róm: Sur- sum corda!” Og svo gekk hann út úr stofunni, án þess að yrða á mennina. En ekki var hann fyr kominn úr úr dyrunum, en menn- irnir heyrðu mikinn hvell, eins og hleypt hefði verið af skambyssu; og kom sá hvellur frá ofninum. öllum varð hverft við. Þóttust þeir vita, þó ekki væri þeir latínulærð- ir, að þau hefðu verið í meira lagi kröftug,. þessi fáheyrðu, dularfullu orð, sem Abraham liafði sagt yfir ofninum. “Þetta eru býsn mikil!” sagði Daníel Hoss eftir langa þögn; “og ekki er um að villast, að hér hefir sjálfur Satan verið að verki með sjö öndum sér verri. Og vil eg nú hátíðlega strengja þess heit, að spda ekki áhættuspil svo lengi sem lækir renna, grös gróa og sólin skín.” — Og segir sagan að hann hafi aldrei snert á spilum eftir það. Önnur saga var sögð um það, hvernig Daníel Hoss fór að því, að gleðja Abraham á hverri nýársnótt með því, að færa honum pottflösku fulla af rommi og gullkúlu á stærð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.