Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 54

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 54
34 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA f að hann hefði hlotið góða ment- un, að hann kynni mörg tungumál 'Og að hann hefði farið víða um lönd. Og það þóttist líka vita, að hann hefði á yngri árum ratað í mörg kynleg æfintýri, siglt á ■stundum nokkuð djarft og brotið bát sinn að lokum á blindskeri léttúðar og gáska, og þess vegna væri hann nú svo þögull og ráð- settur. En æfisaga hans var þó í raun og veru öllum þar í þorpinu að mestu ókunn. Þó hann væri næsti nágranni ís- lenzku námupiltanna í Tangier, þá man eg ekki til þess, að hann kæmi yfir í húsið til þeirra, allan þann tíma, sem eg var með þeim (og eg var þar átta mánuði árið 1880); en þeir fóru stundum á sunnudög- nm yfir í kofann til hans, til þess að spjalla við hann, og kváðust verða við það bæði betri menn og fróðari. — Eg sá hann næstum á hverjum virkum degi, meðan eg var vikadrengur í námu Daníels Hoss. Eg bar virðingu fyrir hon- um og eg heilsaði honum, þegar eg kom í námuna á morgnana. Hann tók þó sjáldan undir kveðju mína, en kinkaði bara kolli ofurlítið og brosti. En stuttu áður en eg hætti að vinna í námunni, fékk eg gott tækifæri til að tala við hann um stund, og sagði hann mér þá nokkuð, sem eg hefi aldrei gleymt og mun aldrei gleyma. Og ætla eg nú að segja frá því í örfáum orð- um: Þannig stóð á kvöld eitt, seint í septembermánuði 1880, að Daníel Hoss þurfti að láta laga og styrkja stigapallinn við námumunnann, og þurfti það verk að gerast þá um nóttina og vera búið áður en menn- imir tæki til verka að morgni. Treysti hann engum til að gera þetta nema Abraham Burt, og var hann því fenginn til að vinna verk- ið; og bað Daníel Hoss mig að vera með honum og hjálpa honum til. — Við byrjuðum að vinna klukk- an níu um kvöldið við luktarljós. Var Abraham nú sérlega mikilvirk- ur, og var verkinu að mestu lokið nokkru fyrir dögun. Sagði hann þá að við skyldum taka okkur hvíld um stund, og settum við okk- ur niður í einu hominu í skálan- um, sem var yfir námumunnanum. Eg varð feginn að hvílast, því eg hafði haft í mörgu að snúast um nóttina. “Þú mátt ekki sofna,” sagði Abraham, þegar við vorum nýseztir. Hann lét tóbak í pípuna og fór að reykja, hallaði sér upp að veggnum og krosslagði armana á bringunni. — Eg var ekki fyr seztur, en eg sofnaði. Og eg vakn- aði undireins við það, að mér fanst einhver kitla mig undir hök unni, og eg hló. “Þú hlærð,” sagði Abraham. Hann sat rúmlega faðms- lengd frá mér. — “Á?” sagði eg. — “Þú verður endilega að halda þér vakandi,” sagði hann. — “Já,” sagði eg. Eg sofnaði strax aftur, en vaknaði samstundis við það, að mér fanst einhver kitla mig undir hökunni. Og eg hló hátt. — “Þú ert að hlæja,” sagði Abraham; “þér hefir dottið eitthvað skrítið í hug.” — “Nei”, sagði eg. Og með það sama var eg sofnaður í þriðja sinn. Og enn á ný vaknaði eg við það, að mér fanst einhver vera að kitla mig undir hökunni. Og eg skelli- hló. Eg horfði þangað sem Abraham
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.