Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 55
ABRAHAM BURT
35
sat. Hann var að reykja í mestu
naakindum og hafði armana kross-
lagða á bringunni. Eg sá vel framan
í hann, því ljóskerið var skamt frá
okkur og birtuna lagði á andlit
hans. En gat það verið hann, sem
var að kitla mig undir hökunni?
—“Þetta er ekki einleikið,” sagði
bann stillilega. “Þú varst áreiðan-
lega að hlæja; að líkindum hefir
þú sofnað, og þig hefir dreymt, að
þú sæir stúlkuna þína koma akandi
í kostulegri kerru, sem tveir gráir
kettir gengu fyrir. Fjórtán ára
gamla pilta dreymir oft slíka
drauma. En þú mátt með engu
móti sofna aftur.” — “Hvernig á
eg að fara að því að halda mér
vakandi?” sagði eg. — “Menn halda
sér oft lengi vakandi með því, að
kugsa um eitthvað, sem er mjög
alvarlegt,” sagði hann. — “Komdu
með dæmi,” sagði eg. — “Ef þú
hugsar þér að þú sért staddur í lífs-
káska, þá sofnar þú ekki svo skjótt,’
sagði hann. “Sá, sem hvolft hefir
bát sínum og hefir komist á kjöl
og hrekst í hafrótinu, mun ekki
syfja svo mjög. Og ekki mun hann
Þurfa að syfja í bráðina, sem hang-
ir á lítilli snös hátt uppi í þver-
hníptum kletti.” — “Eg er nú
hvorki úti á sjó eða uppi í hengi-
flugi,” sagði eg. — “En þú gætir í-
öiyndað þér það,” sagði Abraham.
“Eg ímynda mér ekkert, þeg-
ar eg er dauðsyfjaður,” sagði eg.
■ “Maður getur gert sér alt í hug-
arlund,” sagði hann góðlátlega. “Eg
skal segja þér stutta sögu, ef þú
vilt vaka og hlýða. Hún er svona:
“Einu sinn ekki alls fyrir löngu
Var ungur maður, sem átti heima
i ktlum kotbæ að vestanverðu á
skaga nokkrum, sem gekk langt
út í sjó. Það var sæbratt mjög og
klettótt. Að austanverðu á skagan-
um var kaupstaður, og þangað
þurfti hinn ungi maður oft að fara;
og til þess að stytta sér leið, fór
hann iðulega einstigi eitt í háum
og bröttum hömrum við sjóinn. En
þá leið var engum fært að fara
nema fræknustu fjallgöngumönn-
um, sem aldrei sundlaði. Og á ein-
um stað á þeirri leið var kletta-
silla sú, er farið var eftir, svo mjó,
að ekki var viðlit að snúa aftur,
þó maður vildi — maður mátti ekki
snúa sér þar við, því að þá misti
hann jafnvægið og hrapaði tuttugu
faðma eða meir, ofan í gljúfrið,
niður í grængolandi sjóinn. — Ein-
hverju sinni, þá er hinn ungi mað-
ur fór þessa leið, var kalt veður og
grenjandi stormur af hafi. Og þeg-
ar hann var kominn þangað, sem
torveldast og hættulegast var að
fara, og hann var með miklum erf-
iðismunum að fikra sig áfram fyr-
ir snös, sem stóð þar út úr bjarg-
inu, þá gætti hann að því að mað-
ur kom á móti honum og var rétt
í þann veginn að tylla tá á þá
nibbu í klettinum, sem hann sjálf-
ur (hinn ungi maður) þurfti að
stíga á, til þess að komast fyrir
klettasnösina. — Hugsaðu þér nú
að þú sért þessi ungi maður, því
að alt má ímynda sér. Gerðu þér í
hugarlund að þú sért staddur hátt
uppi í þverhníptum björgum. Fyrir
ofan þig slútir fram tvítugur ham-
arinn, og það er sífelt grjóthrun
umhverfis þig. Fyrir neðan þig er
hengiflug og ógurlegt brimrót. —
Sjórinn sýður þar og svellur við
rætur bjargsins. Veðrið er ólmt og