Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 69
JÓN SKÁLD ÞORLÁKSSON
49
hans. Dr. Jón Þorkelsson, þjóð-
skjalavörður, og hann gat um þessi
efni talað eins og sá sem valdið
hafði, vísar skáldinu til sætis í höll
Braga með þessum orðum:
“Séra Jón Þorkelsson var mestur
niaður sinnar tíðar hér á landi (þ.
e. íslandi) í sinni íþrótt”. ((Jón
Þorláksson, “Dánarminning”, bls.
245). Guðmundur landsbókavörð-
Ur Finnbogason lýkur svo Skírnis-
grein sinni um séra Jón (XCIII. ár,
bls. 245): “Og það hygg eg að væri
Jón Þorláksson uppi nú, þá mundi
hann enn í röð fremstu skálda.”
Þar sem dómarnir um kveðskap
séra Jóns falla svo á einn veg, er
auðsætt, að hann skipar virðingar-
sess meðal skálda þjóðar sinnar
aö fornu og nýju. Allir eru á sama
niáli um það, að þýðingar lians á
erlendum merkisritum, beri stórum
af flestum frumkveðnum kvæðum
hans; engu að síður eiga hin síðar-
aefndu fyllilega skilið, að þeim sé
gaumur gefinn, bæði frá menning-
arsögulegu og bókmentasögulegu
sjónarmiði.
Um æfi séra Jóns Þorláksson
hefir Jón Sigurðsson forseti ritað
asesta ítarlega og ágætlega (fram-
an við annað bindi Ljóðabókar
skáldsins, Kaupmannahöfn, 1843),
°g liafa aukið þar nokkru við þeir
ch’. Jón Þorkelsson (Dánarminning
1919) 0g Sighvatur Grímsson Borg-
Þrðingur (Rímur af Hænsna-Þóri,
^eykjavík 1919). Hins vegar hefir
h'tið verið ritað á íslenzku máli
11111 skáldskap séra Jóns. Langmerk-
ust er ritgerð dr. Jóns Þorkelsson-
ar (aftan við minningarritið um
skáldið, Dánarminning, 1919, sem
^1’ var nefnt) ; er þar ýmislegur
fróðleikur um kvæði skáldsins, en
ekki eru þau gagnrýnd þar að neinu
ráði. Þess vegna er ekki óþarft að
líta nokkuð nánar á kveðskap séra
Jóns, frá sjónarhól fagurfræði og
ritskýringar nútíðarinnar; en að
sjálfsögðu verður að meta hann
í ljósi þess tíðaranda og þeirra lífs-
kjara, sem settu svip sinn á skáld-
skap lians og horf við lífinu.
II.
Jón Þorláksson átti sammerkt í
því við marga skáldbræður sína ís-
lenzka og erlenda, að snemma fór
að bera á skáldgáfu hans. Að vísu
verður nú ekki vitað hvenær hann
byrjaði að yrkja; en til er vísa eft-
ir hann, sem hann kvað hafa ort
tólf vetra gamall, þá hestadrengur
á Alþingi (Ljóðabók II, bls. 411).
Ekki verður sagt að hún sé sér-
lega merkileg, nema að þessu leyti:
hér lýsir sér þegar sú beiska háð-
nepja, sem einkennir seinni kveð-
skap skáldsins. Óliætt mun og að
fullyrða, að séra Jón hafi fengist
við ljóöagerð á skólaárum sínum í
í Skálholti (sbr. Ljóðabók II, bls.
XXV), en þau kvæði lians eru löngu
komin í glatkistuna.
Á fyrstu árum að loknu námi
(1763) og þangað til hann gerðist
prestur (1768), er svo að sjá, að
séra Jón hafi ekki gefið sig mikið
við kvæðagerð, ef dæma má eftir
þeim kveðskap hans, sem geymst
hefir frá þeirri tíð: en það eru ein-
ungis lausavísur nokkrar; bera þær
vitni orðhepni skáldsins, bragfimi
hans og fyndni. Sérstaklega er vert
að geta um vísu þá, sem hann orti
um “Þyt”, reiðhest Ólafs Stiftamt-