Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 72
52
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
1
fleiri járn í eldinum, heldur en
þegar hafa talin verið. Á Bægisár-
tímabili sínu, þýddi hann, auk hinna
meiri rita, sæg styttri kvæða og
sálma, bæði úr þýzku og dönsku.
Auk þess orti hann meirihluta
frumkveðinna kvæði sinna, og eru
í þeim hóp næm öll hin merkustu
á þessum árum. Það var uppskeru-
tíminn í starfslífi hans, og hversu
rík og fjölbreytt var sú uppskera
eigi! Hliðstæð dæmi jafn merki-
legrar bókmentastarfsemi eru ekki
á hverju strái; verður þó afkasta-
semi hans enn glæsilegri, þegar litiö
er á andvígar aðstæður hans.
En séra Jón hafði hvílt nærri
heilan aldarfjórðung í gröf sinni
áður en heildarútgáfa kvæða hans
sá dagsljósið. Eins og kunnugt er
komu þau út í tveim bindum, í
Kaupmannahöfn, 1842—43. Munu
flestir verða útgefandanum, Jóni
forseta Sigurðssyni, sammála um
það, að “ljóðsvanurinn Bægisár”
hafi legið alt of lengi óbættur hjá
garði, að það liafi verið menning-
artap íslenzkri alþýðu og hnekkir
sönnu mati skáldsins, að prentun
ljóða hans dróst svo lengi úr hömlu,
enda þótt ýmsar þeirra veki enn
bergmál í brjóstum ljóðhneigöra
manna og hugsandi, og mun svo
lengur verða.
III.
Um kvæöalengd líkist séra Jón
íslenzkum samtíðarskáldum sín-
um; hann frumkvað enga langa
ljóðabálka, að undanskildum
“Hænsna-Þóris rímum”, en þær
feðraði hann ásamt Sveini lög-
manni Sölvasyni, orti fjórar síðustu
rímurnar. Þar sem annarstaðar í
kveðskap Jóns, lýsa sér lipurð hans
og málkunnátta, og náin kynni af
fornum fræðum íslenzkum. Að
bragarháttum eru kvæði hans fjöl-
skrúðugri en alment gerðist, og þó
nokkurrar margbreytni kennir í
yrkisefnum hans, þegar tekið er
til greina hversu fáskrúðugt var
hið þjóð'félagslega umhverfi hans
að flestu því, er lyftir anda skálds-
ins á flug. Hann orti marga sálma,
fjölda erfiljóða og annara tæki-
færiskvæöa, ýms önnur ljóð alvar-
legs efnis, margt kímniskvæða og
ádeilu, og aragrúa af lausavísum
um hin fjarskyldustu efni. Má einn-
ig ætla, að ekki hafi öll kurl kom-
ið til grafar, þegar farið var að
safna kvæðum skáldsins’ á efri ár-
um hans, enda hefir eitthvað kom-
ið í leitirnar síðan.
Séra Jón var eitt hið allra merk-
asta sálmaskáld á íslandi sinnar
samtíðar. Sálmar lians, sem að
vonum bera eyrnamörk tíðaranda
og trúarskoðana þeirrar aldar, eru
mjúkir að orðfæri, lýsa einlægri
trúarkend og eru hvergi nærri
snauðir að andagift. Vinsælastur
þeirra og hvað ágætastur frá skáld-
skaparlegu sjónarmiði er “Sumar-
kveðja”, þýð og Ijóðræn, bragar-
hátturinn vel samræmanlegur yrkis-
efninu. Eins og við á, á mótum
sumars og hausts, dregur skáldið
athygli vora að hverfulleik jarð-
neskra hluta og sjálfs jarðlífs
mannanna. Hér hljómar þó ekkert
óp örvæntingarinnar: bjartsýni ör-
uggrar trúarvissu og sannur karl-
menskuhugur tala í þessum Ijóð-
línum:
X