Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Síða 76
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
1
unni, og ekki ólíklegt að þau spegli
sára lífsreynslu liöfundarins. Hér
er eitt erindið til bragðbætis:
“Öllu framar þú auð að safna
æ skyldir meta, hvar sem fæst!
Ábatanum er heimska að hafna,
með hverju móti sem hann næst:
því frjálst og stolið pund er pund—
peningar liggja ei á grund.”
ónnari hlið á skáldinu, sem ýms-
um mun hugþekkari, er snúið upp í
kvæðinu “Titlings minning”, um
“elli-dauðann kanarí-fugl”, er átti
það erindi til íslands: “öðrum að
skemta og deyja þar”. Kvæðið and-
ar ríkri samúð og ber ótvíræð
merki þess, að skáldiö harmar ein-
læglega örlög síns vængjaða vin-
ar. Beiskia blandast hrygðinni, þar
sem skáldið segir, að dauðanum
hefði verið nær “með öllu að eyða
Jllfyglum þeim, sem gera tión. Ef
til vill talar höfundur hér á tákn-
rænan hátt. beinir orðum sínum
að mannhröfnum þeim, sem oft
gerðu súg að lionum með krúnki
og græðgi. Hvað sem því líður, má
segja, að séra Jón yrki hér, að
vissu leyti í anda rómantísku stefn-
unnar. því að djúp samúð með mál-
leysingjum, engu miður en með
mannanna börnum, var eitt af höf-
uðeinkenni hennar. Eér einnig
að minnast bess, að kvæði Tullins,
sem séra Jón sneri á íslenzku,
voru beinlínis ort undir áhvifum
frá helzta fyrirrennara rómantísku
stefnunnar á Englandi. Ást séra
Jóns á dýrum kemur víðar fram
í kvæðum hans (“Gauksmál”), og
verður stundum úr gletni og liáð
(Sbr. “Um dauða mús í kirkju”).
Hesta vísur orti séra Jón einnig
margar að góðum sið íslenzkra
skálda.
Einna athyglisverðust allra al-
varlegra kvæða séra Jóns eru sjálfs-
lýsingar hans, því að þær varpa
ljósi bæði á skapgerð hans og lífs-
skoðanir: “Smá-atvik”, “Grafskrift”
“Bustarfúsi”, “Kaldeggin” og fleiri.
Kvæði þessi eru laus við öll stór-
yrði og hvimleitt sjálfshól, en ein-
mitt vegna látleysis þeirra og ein-
iægni, grípa þau lesandann föstum
tökum og vekja samhygð hans með
skáldinu; og kaldhæðni séra Jóns
— sterkur þáttur í ljóðum hans —-
eykur mjög á áhrifamagn þessara
sjálfslýsinga hans. Stundum bland-
ast lýsingin beiskju, eins og í
“Bustafúsa”, en þar segir meðal
annars:
“heimskum og hörundsárum
bann varð metnaðar-dárum
óvildarefni þrátt.”
Eðlilega koma fram í slíkum
kvæðum skáldsins kvartanir yfú’
óbFðum kjörum hans, en bjartsýni
og karlmensku gætir þar einnig.
og en^ar ýkjur eru í þessum orð-
um hans:
“Margur kvartar meira’ en eg,
minna til þó kenni.”
Enn í dag syngja íslendingar á
gleðimótum, og raula fyrir munni
sér við vinnu sína: “Fátæktin er
mín fylgikona, frá því eg kom 1
þenna heim,” og mun vísan sú enn
þá eiga langt líf fyrir höndum-
Hver dáir ei°i þá hrey=tibmd, sem
þar gægist fram að baki gletninn-