Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 79
JÓN SKÁLD ÞORLÁKSSON
59
neitað, að víða ber þesskonar
skáldskapur hans öll merki mál-
snildar hans og bragfimi.
En skaplyndi séra Jóns átti aðra
hlið, milda og hugþekka, er menn
missa oft sjónar á. Hann gat ver-
ið sáttfús engu síður en hefni-
gjarn (sbr. kvæðið “Skop og al-
vara”, einkum eftirfarandi vísu):
“Hvernig gat eg hefnd fyrir spott
hagað betur minni?
Þér eg skyldi gera gott,
gæti’ ek nokkru sinni.”
Sálmar og erfiljóð skáldsins, þó
gamaldags séu í anda frá sjónar-
niiði margra nútíðarmanna, sýna
að hann hefir verið mjög trúhneigð-
Ur maður, og er engin ástæða til
að bera neinar brigður á einlægni
hans í þeim skoðunum. Hann á
samúð með olnbogabörnum mann-
lífsins. í kvæðinu “Um förukarl”,
lýsir hann gömlum flækingi vin-
gjarnlega og með fullum skilningi
á kjörum hans, þó frásögnin sé
gamansöm að öðrum þræði. Eins
°g þegar hefir verið bent á, nær
sarnúð skáldsins út yfir takmörk
íuannlífsins til dýranna. Hann var
°g barnelskur mjög, sem sjá má
víða í kveðskap hans. Kvæði hans
(“Eftir frændamissi”, “Eftir bróð-
urmissi’’ o. fl.) bera þess einnig
v°tt, að hann hefir ættrækinn ver-
ið: 0g vinmargur var liann alla
ðaga. Það er honum hið mesta
hrós, að í þeim hóp voru ýmsir
i^inir ágætustu samtíðarmenn hans.
Einnig var hann hinn vinfastasti.
• Fráhvarf eins vinar síns telur
hann “undarlegan viðburð”, og hef-
ir það því bersýnilega ekki verið
Ueinn hversdags-viðburður, enda
veldur það honum sárum vonbrigð-
um.
Ekki eru til neinar frásagnir um
það, að séra Jón hafi tekið þátt
í opinberum málum. “Hugur hans
var fastur við skáldskapinn ein-
an,” segir Jón Sigurðsson, “og
gaf öllu öðru minni gaum” (Ljóða-
bók II, bls. XL). Þrátt fyrir það
verður þess víða vart í ljóðum
skáldsins, að hann hefir ekki lát-
ið sér á sama standa um hag þjóð-
ar sinnar, að hann hefir verið sann-
ur föðurlandsvinur, er tók fagn-
andi sönnum umbótum (sbr. minn-
ingarljóðin um Bjarna landlækni,
kvæðið um “L . . . . enn danska”,
“Fagnaðarósk til Ólafs Ólafssonar”
út af stofnun prentsmiðjunnra, að
nokkur dæmi séu nefnd).
Bókmentastörfin liafa þó eflaust
átt langmest ítök í huga hans og
reynst honum helzta gleðiuppsprett-
an um dagana. Eigi síður en fá-
tæktin, var ljóðadísin honum trygg-
ur förunautur, og í návist hennar
fann hann skjól fyrir svalvindum
mótlætisins. Hann kveður hana þá
einnig í merkilegu kvæði (Ljóða-
bók II, bls. 533—535), og þakkar
henni góða samfylgd. Harmar hann
það að ekki hafi ávalt sem sann-
astar sögur sagðar verið af þeirra
viðskiftum, í þessum orðum:
“Enda var okkur
eignað stundum
það sem annarr ól
enn svartari,
og þá fyrst frétt
eftir faðerni
þegar vaxinn var
vafagepill,
en við ófrægð
á öllum þingum.”