Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 80

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 80
60 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA En jafnframt segir hann: “þó sjást mörg merki, Að mök viö átt- umst” og fagnar yfir því, að “þess verður getið sem gert er”. Kvæðin “Pyrsti Aprilis” og “Hamförin”, hið síðarnefnda um þýðinguna á “Para- dísarmissi”, eru fjörug og fyndin, og varpa nokkru ljósi á bókmenta- iðju skáldsins. Annars yrkir séra Jón lítið um skáldskap alment; einungis nokkr- ar stökur fjalla um það efni, en alt- af er fróðlegt að sjá hvað skáldin sjálf segja um list sína. En þann- ig kveður séra Jón: “Höfuð víst og hjarta þarf hann sem iðkar Ijóðastarf, ellin þegar að þeim svarf óðarmegnið frá þeim hvarf.” Páir mundu verða til að neita því, að í öllum sann-ljóðrænum kvæöum slær hjarta skáldsins; ann- ars eru þær dauður bókstafur, “rímaðar liugsanir”; aðeins “hljóm- andi málmur”, skortir allan hugs- anaþunga. í öllum stórfeldum kvæðum og snildarlegum, renna saman straumar frá hugsanalífi og tilfinningalífi skáldsins, frá heila hans og hjarta. Hvað hina athuga- semd séra Jóns snertir, að ljóðgáf- an hverfi með ellinni, þá eru þess ótal dæmi, en á sjálfum honum sannaðist það ekki. Seinustu verk hans (“Messíasar”-þýðingin) hera vitni lítilli eða engri hrörnun and- legra hæfileika lians. í vísunum “Um skáldskap” vík- ur séra Jón að öfund og afbrýði meðal skálda, og þar sem sá sjúk- leiki liggur enn í landi, skulu þær vísur hans tilfærðar, því að þær hitta markið meistaralega: “Skáldum fylgir öfund oft, er því verr og miður, hver vill sínu halda’ á loft en hinna kefja niður. Held eg þó sé heimsku grein hér um fast að keppa, víst er sæmra brunnið bein að bítast um fyrir seppa.” Æfisöguriturum séra Jóns kem- ur saman um, að liann hafi að eðl- isfari verið léttlyndur og bjart- sýnn. Kvæði hans frá yngri ár- um, og fram eftir árum, styðja þá skoðun. En er fram liðu stundir, varð hann að horfast í augu við margskonar andstreymi: vonbrigði í ástum, hjúskaparböl, dauða barna sinna á blómaskeiði, fátækt og skilningsskort. Þess var því full von, að lundarfar hans bæri merki svo sárrar lífsreynslu og að hann yrði alvarlegri og þunglyndari með aldrinum; nokkur brögð voru og að því, einkum eftir að veikindi tóku að sækja á hann ásamt ell- inni. Kemur þetta fram í “Iðrunar- og bænarsálmi” þeim, er fyr var nefndur, í kvæðinu “Kaldeggin” og víðar, og kennir þar “meiri gremju við veröldina og við marga menn, sem honum þótti ekki meta störf sín að maklegleikum.” (J. Sig- Ljóðabók II, bls. XXXIV). Var það ekki að ófyrirsynju; hann liafði upp skorið lítil sem engin laun — önn- ur en starfsgleðina — fyrir mörg stórvirki sín. En eins og vikið var að í sambandi við sjálfslýsingar hans hér að framan, sökk hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.