Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 80
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
En jafnframt segir hann: “þó
sjást mörg merki, Að mök viö átt-
umst” og fagnar yfir því, að “þess
verður getið sem gert er”. Kvæðin
“Pyrsti Aprilis” og “Hamförin”, hið
síðarnefnda um þýðinguna á “Para-
dísarmissi”, eru fjörug og fyndin,
og varpa nokkru ljósi á bókmenta-
iðju skáldsins.
Annars yrkir séra Jón lítið um
skáldskap alment; einungis nokkr-
ar stökur fjalla um það efni, en alt-
af er fróðlegt að sjá hvað skáldin
sjálf segja um list sína. En þann-
ig kveður séra Jón:
“Höfuð víst og hjarta þarf
hann sem iðkar Ijóðastarf,
ellin þegar að þeim svarf
óðarmegnið frá þeim hvarf.”
Páir mundu verða til að neita
því, að í öllum sann-ljóðrænum
kvæöum slær hjarta skáldsins; ann-
ars eru þær dauður bókstafur,
“rímaðar liugsanir”; aðeins “hljóm-
andi málmur”, skortir allan hugs-
anaþunga. í öllum stórfeldum
kvæðum og snildarlegum, renna
saman straumar frá hugsanalífi og
tilfinningalífi skáldsins, frá heila
hans og hjarta. Hvað hina athuga-
semd séra Jóns snertir, að ljóðgáf-
an hverfi með ellinni, þá eru þess
ótal dæmi, en á sjálfum honum
sannaðist það ekki. Seinustu verk
hans (“Messíasar”-þýðingin) hera
vitni lítilli eða engri hrörnun and-
legra hæfileika lians.
í vísunum “Um skáldskap” vík-
ur séra Jón að öfund og afbrýði
meðal skálda, og þar sem sá sjúk-
leiki liggur enn í landi, skulu þær
vísur hans tilfærðar, því að þær
hitta markið meistaralega:
“Skáldum fylgir öfund oft,
er því verr og miður,
hver vill sínu halda’ á loft
en hinna kefja niður.
Held eg þó sé heimsku grein
hér um fast að keppa,
víst er sæmra brunnið bein
að bítast um fyrir seppa.”
Æfisöguriturum séra Jóns kem-
ur saman um, að liann hafi að eðl-
isfari verið léttlyndur og bjart-
sýnn. Kvæði hans frá yngri ár-
um, og fram eftir árum, styðja þá
skoðun. En er fram liðu stundir,
varð hann að horfast í augu við
margskonar andstreymi: vonbrigði
í ástum, hjúskaparböl, dauða barna
sinna á blómaskeiði, fátækt og
skilningsskort. Þess var því full
von, að lundarfar hans bæri merki
svo sárrar lífsreynslu og að hann
yrði alvarlegri og þunglyndari með
aldrinum; nokkur brögð voru og
að því, einkum eftir að veikindi
tóku að sækja á hann ásamt ell-
inni. Kemur þetta fram í “Iðrunar-
og bænarsálmi” þeim, er fyr var
nefndur, í kvæðinu “Kaldeggin” og
víðar, og kennir þar “meiri gremju
við veröldina og við marga menn,
sem honum þótti ekki meta störf
sín að maklegleikum.” (J. Sig-
Ljóðabók II, bls. XXXIV). Var það
ekki að ófyrirsynju; hann liafði upp
skorið lítil sem engin laun — önn-
ur en starfsgleðina — fyrir mörg
stórvirki sín. En eins og vikið var
að í sambandi við sjálfslýsingar
hans hér að framan, sökk hann