Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 81
JÓN SKÁLD ÞORLÁKSSON
61
aldrei til lengdar niður í fen von-
leysisins; djúp trú hans, meðfætt
glaðlyndi og fjörug fyndni hans
voru honum styrk stoð. Löngum
bar hann böl sitt karlmannlega.
Niðurlagsvísan í “Kaldegginni” er
enginn harmagrátur vonleysisins:
“Eg mun samt við æfilok,
alt fyrir mæðu þessa,
hérvist mína og hennar ok
hjartaglaður blessa.”
Lífsskoðanir séra Jóns eru þess
vegna næsta ljóst letraðar í kvæð-
um hans, en stórum gleggri er þó
niynd sú, sem þar er brugðið upp
af skaplyndi hans. Það var ofið
mörgum þáttum; þar mættust hin-
ar stærstu andstæður og háðu ein-
vígi. En öfgunum í skapgerð séra
Jóns er vel og réttilega lýst í þess-
um orðum:
“Eða lesi menn svo hinar miklu
þýðingar Jóns Þorlákssonar og
frumsamin verk, að menn finni
ekki fjöllyndi eðlis hans og finni
ekki til með leitandi baráttu sálar
bans, sem berst á milli mótsetning-
inganna í sálarlífi sjálfs hans, í
þroskaferli þjóðareðlisins og í ein-
kennum aldarfarsins — milli auð-
uijúkrar trúar og lirokafulls níðs,
niilli djúprar alvöru og lausmálgr-
ar lteskni, milli óheflaðs íslenzks
kláms og úrvalsins úr heimsbók-
uxentum samtíðarinnar.” (V. Þ.
Gíslason, “íslenzk endurreisn”, bls.
25.)
Séra Jón Þorláksson lifði á um-
brotaöld; á hans dögum var vor-
ieysingatíð í lífi íslendinga; and-
stæðir menningar- og bókmenta-
straumar rákust á og varð af öldu-
rót í þjóðlífinu. Annars vegar bar
mest á þjóðernislegri hreyfingu, er
miðaði að því að grundvalla meiri
velgengni og auðugri íslenzka
menningu á arfleifð fortíðarinnar;
og má segja, að Eggert Ólafsson,
sem raunar var upplýsingar-sinni,
að öðrum þræði, hafi verið helzti
merkisberi hennar, en auðvitað átti
hann marga fylgismenn. Hins veg-
ar var hreinræktuð upplýsingar-
stefna sú, sem Magnús Stephen-
sen beitti sér ótrauðlega fyrir, en
hún var harla óþjóðleg og stefndi
að því marki, að sníða íslenzkri
menningu stakk eftir erlendum
fyrirmyndum samtíðarinnar, og
hölluðust margir á þá sveif.
Ekki gat hjá því farið að séra
Jón yrði snortinn af liöfuðstraum-
um sinnar tíðar, enda gætir þess
í verkum hans. Hann hvarflar milli
tveggja skauta. Hann stendur öðr-
um fæti í fortíðinni, en hinum í
samtíðinni. í insta eðli sínu er
hann ramíslenzkur og voru honum
fornar bókmentir þjóðar sinnar
kunnar og kærar. Má finna berg-
mál frá þeim í kveðskap hans (sbr.
t. d. “Forðum kendan Odd við ör”,
Ljóðabók II. bls. 416, og “Opt græt-
ur tárum þurrum Þökk”, Ljóðabók,
bls. 447). Eins og mörg dæmi hér
að framan sýna, yrkir hann iöu-
lega undir fornum bragarháttum,
bæði í frumortum og þýðingum,
og bregst sjaldan bogalistin. Sann-
leikurinn er sá að honum tekst
mjög sjaldan eins vel og þegar hann
yrkir undir þaulreyndum íslenzkum
háttum, ekki sízt fornyrðislagi
(einkum í þýðingum sínum), sem
varð þýðara og léttara hjá honum,
og greiddi hann þar með braut