Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 84
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆ3KNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
inn fær yfirséð nú né um gaupn-
að. Spor séra Jóns liggja víða um
langt tímabil í ljóðagerð vorri.”
(Jón Þorláksson, Dánarminning,
bls. 235—237). —
Frumkveðin kvæði séra Jóns
hafa því sannarlega ávaxtarík orð-
ið í íslenzkum bóknmentum. Þar
við bætast holl áhrif þýðinga hans
á íslenzkt mál og ljóðform, en frek-
ari rannsókn á því liggur utan vé-
banda þessarar greinargerðar.
VfSUR JÓNS Á GRINDUM.
Jón Pétursson á Grindum í Deildardal í Skagafirði þótti myndarbóndi á sinni tíð
Hann var ágætlega hagorður og urðu margar visur hans landfleygar. Hann var
gestrisinn og gjöfull og jafnan góður heim að sækja, sem þessi vísa eftir Baldvin
skálda Jónsson bendir til:
Þar eg yndi og þægðum næ,
þjóð hvar hrindir pínu,
heim að Grinda- geng eg -bæ
glaður í lyndi mínu.
Eitt sinn var Baldvin nætursakir
á Grindum, sem oftar. Reis hann
upp snemma um morguninn, löngu
fyrir fótaferðartíma, og kvað mál
að klæðast, því kominn væri dag-
ur. Þá svaraði Jón:
Beðju-þundar fölnar fax,
fríður gyllir Máni;
þér ógrundað þyl eg strax:
það er stundarkorn til dags.
Um “Starkað” Símonar Dala-
skálds kvað Jón:
“Starkaður” með sterkri rás
stefndi að húsum mínum,
hringlaði’ eins og halda í lás
Hann hafði það af sínum.
Um búðarloku á Hofsós kvað Jón
þetta:
Flónið hlær í factors-húsum,
firtur æru og spekt;
þú mátt stæra þig af lúsum,
það er bærilegt.
Óli sjaldan er á kjól,
ála-ltynjuð hans er sál,
gjólukaldur geðs um ból,
gálalega brúkar mál.
X