Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 86
66
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENÐINGA
slíýrslum þessum eru skrár yfir
innflytjendur ár frá ári, er flutt
liafa inn til Canada, frá stofnun
fylkjasambandsins 1867 og ofan til
þessara tíma. Hefjast þær því nokk-
urum árum áður en íslendingar
byrja að flytjast inn í landið.
Þó nú skýrslur þessar séu að
ýmsu leyti ábyggilegar, eru þær
þó ekki eins nákvæmar og skyldi.
Fylgir þeim hinn sami galli og
manntalsskránum, að innflytjend-
nr eru ekki hvarvetna greindir eft-
ir þjóðerni, heldur þjóðstofni. —
Hvergi nærri er þetta þó algeng
regla, og kemur eigi fyrir nema
sum árin. Stafar óreiða þessi af
hirðuleysi, og ef til vill þekkingar-
leysi umboðsmannanna, er skipað-
aðir voru fyr á árum til þess að
taka á móti innflytjendum og gera
grein fyrir þeim. Sömdu þeir upp-
haflega skýrslurnar og sendu skrif-
stofunum. Völdust eigi ávalt í em-
bættin þeir mennirnir, er fróðastir
voru, frenmr þá en nú. Munu sum-
ir naumast hafa kunnað aðra grein
að gera en þessa og fundist það
ærin nóg raun mannlegu viti, að
ættfæra aðkomumenn í þessar höf-
uðáttir, þótt eigi þyrfti þeir að
gera frekari grein fyrir þeim. Und-
an má þó skilja hina íslenzku um-
boðsmenn þeirra tíma, er allajafn-
ast gáfu greinilegar skýrslur.
Allmikil breyting hefir orðið á
þessum skýrslum á síðari árum
jafnframt því sem innflutningalög-
unum hefir verið breytt, svo að
segja á ári hverju. Eru lögin nú
mikið þrengri en áður voru og
krefjast meiri rannsóknar á hverj-
um einstaklingi, er inn í landið vill
flytja til langdvalar. Eru skýrslum-
ar samdar með meiri nákvæmni og
mun þó enn nokkuö á það skorta að
þær séu í alla staði óskeikular. Sem
dæmi mætti tilfæra kafla úr inn-
flutningaskýrslunni, sem birt er í
Canada Árbókinni 1931.*) Gerð er
þar ítarleg grein fyrir innflutningi
til Canada á fjárhagstímabilinu frá
31. marz 1928 til 31. marz 1930.
Eru innflytjendur flokkaðir eftir
kynstofni, tungu, þjóðerni og fæð-
ingarstað. Fyrst kemur flokkurinn
eftir kynstofni (Racial Origin) og
eru þar allir taldir, er flutt hafa inn
í landið. í skrá þessari er sagt að
alls hafi 81 íslendingur flutt til
landsins á þessum tíma, 30 er kom-
ið hafi sjóleiöis en 51 frá Banda-
ríkjunum. í næstu töflu eru inn-
flytjendur flokkaðir eftir þjóðerni
(Nationality). En þar eru aðeins
taldir 44 íslendingar, 38, er komið
hafi sjóleiðis og 6 frá Bandaríkjun-
um. í þriðju töflunni er flokkunin
gerð eftir fæðingarstað (Countrý
of Birth). Þar verða íslendingar
55, 41, er komið hafa sjóleiðis, en
14 frá Bandaríkjunum. Hið athuga-
verða við töflur þessar er það, að
þeim ber eigi saman um tölu þeirra
íslendinga, er hingað eiga að hafa
komið sjóleiðis. í töflunni yfir lieild-
ar tölu innflytjenda, eru þeir sagð-
ir 31, — og þar ætti allir að vera
taldir, sem þessa leið komu — en
í hinum eru þeir gerðir töluvert
fleiri. Á öðrum staðnum 38 en hin-
um 41. Sjáanjega er eitthvað bogið
við þessar tölur, því eigi er það
hugsananlegt, að þeir verði taldir
til íslenzks þjóðernis, sem ekki
eru þá líka af íslenzkum kynstofm-
*) The Canada Year Boak, 1931. PP’
176—79.