Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 87
TALA ÍSLENDINGA í CANADA
67
Samt sem áður, þótt í þeim finn-
ist þessar og þvílíkar skekkjur, þá
eru þó skýrslur þessar beztu lieim-
ildirnar, sem fáanlegar eru, það
sem þær ná. Þær eru ekki full-
komnar, en fullkomnar heimildir
um tölu íslendinga í þessu landi
verður naumast hægt að fá
— Hitt er öllu lakara, að í
þeim eru stórar gloppur hér og
hvar. íslenzkra innflytjenda getur
ekki árum saman, og það einmitt á
þeim árum sem innflutningur þeirra
er mikill, bæði frá Bandaríkjunum
og frá íslandi. Árin 1896, ‘97, ‘98,
1900, 1901, 1902, 1903, eru innflutn-
ingaár, en á þessum árum getur
eigi íslenzkra innflytjenda. Ef til
vill eru þeir flokkaðir með Skandi-
növum eða Bandaríkjamönnum.
Þessi ár fluttust margir hingað,
bæði beina ieið frá Íslandi en þó
sérstaklega lir íslenzku bygðarlög-
unum í Bandaríkjunum, Dakota,
Minnesota og jafnvel austan frá
hafi (Sayreville, N. J. og Gloucest-
er, Mass.). Á þessum árum eru
stofnaðar íslenzku nýlendurnar við
Brown, Pine Valley (Piney) og
Árborg (Árdalsbygð) í Nýja íslandi
af íslendingum er fluttu úr Dakota-
nýlendunni gömlu. Tvö fjölmenn
íslenzk bygðariög, Pembinanýlend-
an við Pembina í Norður Dakota
og Rosseau-nýlendan í Minnesota,
lögðust þá því nær í eyði, en búend-
Ur fluttu flestir til Norðvesturlands-
ins, til Vatnsdalsbygðar og Vatna-
bygða í Saskatchewan. Þá sendi
sambandsstjórnin og Manitoba-
stjórnin umboðsmenn, svo að segja
á hverju ári til íslands, og komu
þeir flestir til baka með allstóra
hópa vesturfara með sér. Hvað
margir íslendingar fluttu til Canada
á þeim árum verður ekki með vissu
sagt, en færri hafa þeir ekki ver-
ið en þeir, sem hingað fluttu næstu
árin, bæði á undan og eftir. En
eftir innflutningaskýrslunum að
dæma voru það 2845 á árunum
1892—95 og 1904—1907, eða til
jafnaðar á ári hverju 355, eða rúm-
lega það.
Þá eru heldur ekki til samstæð-
ar og sérstakar skrár yfir innflutn-
inga íslendinga fyrstu árin, 1872
og þar á eftir, nema það sem þeirra
getur í greinargerðum akuryrkju-
og innanríkismálaráðuneytisins. í
skýrslu akuryrkjumálaráðgjafans er
getið um komu þeirra til Ontario,
sendiferðina vestur til að útsjá
þeim verustað, og styrkveitingu
stjórnarinnar til að flytja þá frá
Ontario og vestur að Winnipeg-
vatni 1875. Þá er og skýrt frá lán-
veitingunni til nýlendunnar (stjórn-
arláninu), frá 1875 til 1878, og birt
bréf eða skýrsla frá William C.
Krieger, rituð á íslandi 1876, er þá
var allsherjar innflutninga-um-
boðsmaður stjórnarinnar á Norð-
urlöndum og íslandi.*) Er svo að
sjá, af því er síðar kom í ljós, að
Krieger hafi rekið þetta vestur-
flutningaumboð af allmiklu kappi,
og sem einskonar gróðafyrirtæki.
Lendir hann í vafstri við skipafé-
lögin út af umboðslaunum og einka-
sölu á farbréfum, dregur sér, að
skipafélögunum þótti, ójafnan hluta
af því fé, er stjórnin greiddi til far-
þegaflutninga, og er að lokum rek-
inn frá embættinu, mest fyrir mis-
klíð, er hann komst í við, Sir Hugh
*) Minister of Agriculture, Sessional
Papers No. 8, pp. 167—178, Ottawa 1876.