Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 89

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 89
TALA ÍSLENDINGA í CANADA 69 enskumælandi þjóð og samarfar að hinni vestrænu menningu. Þeir voru uppsogshæfir í hinn canadiska þjóð- líkama, er á þessum vaxtarárum eigi mátti neyta nema hinnar hollustu fæðu. Þar að auki höfðu þeir líka hlotið hinn vinsamlegasta vitnisburð hins ágæta brezka að- alsmanns, Dufferins lávarðar, fyr- verandi landstjóra í Canada. Skýrir þetta fullkomlega ástæðuna fyrir því hvílíkt kapp að lagt var á það, að fá þá til að flytja, svo að jafnvel ekki var í kostnaðinn horft. í til- lögu, sem send er vara-akuryrkju- málaráðgjafa Manitoba 1890, er stungið upp á því, að innflutninga- umboðsmaðurinn, sem þá er á för- uni til íslands, sé látinn taka með sér nokkra íslendinga, er komist hafi vel áfram, “til kynnisfarar” (“as return men”), ennfremur að uotaður sé einhver hluti af því fé, er stjórnin hafi veitt til inn- flutninga, til fjargjaldalækkunar.*) Bendingu þessari var tekið. Á þess- uin árum fóru nokkrir menn til ís- lands, í kynnisför, og “unnu fyrir ferðakostnaði”, með því að þeir gerðust túlkar vesturfara á baka- leið. Fargjöld voru lækkuð að mun, úr $60.00 (kr. 210), er þau kostuðu frá hafnarstað á íslandi til Winni- Peg 1883, ofan í $35.00 (150 krón- ur) 1891, og loks niður í $32.50 *) Cf. Canada and its Provinces: Ad- am Shortt and Arthur G. Douglas. Tor. 1913. Einnig: Schemes for promoting Immigration: by Ross Scarth. Edinb to Mr. Lowe, Deputy Minister of Agricul- ture at Winnipeg, 18. Aug. 1890. — — — “4. Icelandic Immigration. Portion of immigration vote be expended 'm furthering Icelandic Immigration. Send Baldwinson to Iceland and have him take ))'>th him few successful Icelanders as “Return Men”. Government funds be used for reduction of rates, etc.” (120 krónur) 1893. Galt Canada- stjórn þenna mismun að einhverju leyti. Árið 1893, er hér um ræðir, sendi Manitobastjórn tvo innflutninga- umboðsmenn til íslands, Sigtrygg Jónasson, er dvaldi það ár og hið næsta þar heima, — síðara árið aðallega í þeim tilgangi, að koma á járnbrautarlagningu frá Reykja- vík og austur í Flóa, — og Sigurð Christophersson, frá Neslöndum við Mývatn, bónda í Argylebygð. Ferð- aðist Sigurður aðallega um átt- haga sína, Suður-Þingeyjarsýslu, og skrifaði sig þar margt fólk til vest- urfarar. Kom Sigurður með stór- an vesturfarahóp með sér til baka, um sumarið’ — 525 manns.*) Fleiri voru sendir á þessum sömu árum af Manitobastjórn (t. d. Magnús Paulson 1894 o. fl.), er allir gerðu umboði sínu einhver skil. Þá létu líka línufélögin eigi sitt eftir liggja til þess að styðja að innflutningi. Sumarið 1891 sendi Dominion lín- an umboðsmann sinn á Vopnafirði, Svein Brynjólfsson, frá Skjöldólfs- stöðum í Breiðdal, er þá hafði sezt að sem gestgjafi á Vopnafirði, vest- ur til Canada með 50 innflytjend- um, er tekið höfðu sér far með *) Þetta sumar var farið beina leið frá Islandi tii Quebec. Samdi Thomas Green- way, forsætisráðherra Manitoba, við Bea- ver linufélagið um ferð þessa, og ábyrgð- ist félaginu greiðslu á þeim fargjöldum, er vesturfarar eigi gætu borgað. Sendi línufélagið skip i kringum land, og flutti farþega til Seyðisfjarðar, en þar var farið um borð í skipið “Lake Huron”, er flutti allan hópinn vestur Alls komu fargjöld upp á $10,770, eftir því sem Greenway skýrði frá í þingi í febrúar 1894, og af þeirri upphæð höfðu far- þegar þá greitt nærri $8,000. Hitt munu þeir hafa greitt síðar. Fleiri hópar fóru frá Islandi þetta sumar, alls 816 manns.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.