Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 90
70
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
skipi félagsins. Ferðaðist Sveinn
um helztu íslenzku nýlendurnar í
Manitoba og Vesturlandinu, og
skrifaði um það ferðalag ítarlegt
mál. Ári seinna fer hann aðra ferð
vestur sem túlkur, með talsvert
stærri hóp með sér, eða 78 manns.
Til þess eigi að vera eftirbátur
Dominion línunnar, sendi Allan lín-
an aðal-umboðsmann sinn á ís-
landi, Sigfús Eymundsson í Reykja-
vík, í samskonar ferð 1893. Ferð-
aðist Sigfús víða, og eftir að heim
kemur, lýsir öllu rækilega, er fyr-
ir augun bar. Lofaði hann líðan
manna yfirleitt. Ferðasögur þeirra
Sveins*) og Sigfúsar eru birtar í
ritinu “Landneminn”, er út var gef-
ið í Reykjavík 1891—94.
Farbréfasalan var að verða að
arðvænlegri atvinnugrein. Kom nú
Anchor línan í þessa veiðistöð, og
var umboðsmaður liennar Sigmund-
ur prentari Guðmundsson í Reykja-
vík. Kepti hann við Sigfús og All-
an línuna og varð allvel ágengt.
Skrifaði sig allstór hópur hjá hon-
um e.r fór vestur, en óánægja varð
megn yfir aðbúnaði á skipinu, og
viðskiftum og frammistöðu hans
yfir það heila tekið við vesturfara,
og þótti mönnum sem honum hefði
farist lítilmannlega og haft brögð
og fjárdrátt í frammi.
Auk þess sem skipafélögin (og
agentar þeiiTa) keptust um það
hvert við annað, að draga til sín
sem flesta vesturfara, hét Canada-
*) Sveinn Brynjólfsson flutti skömmu
seinna vestur alfari, settist að í Winni-
peg og stundaði þar húsabyggingar. Ár-
ið 1910 var hann skilpaður danskur kon-
súll, en flutti þá nokkrum árum seinna
vestur til Crescent, B. C., og andaðist
þar 28. júni 1930.
stjórn hverjum þeim manni, sem
vestur færi, næmi hér land Og
flytti á það innan sex mánaða, $12
í peningum, en ef um hjón var að
ræða, $18, og að auki $6 fyrir
hvert barn þeirra, er komið væri
yfir 12 ára aldur. Var þessu fyrst
lieitið 1891 og endui'tekið 1892.
Mun þetta ásamt ýmsu fleira hafa
ýtt undir með vesturferðir.
Eigi er fólk þetta, er vestur flutt-
ist með þessum mönnum, er nú hafa
verið taldir, talið með í skýrslu
Baldwinson’s, að því er hann sjálf-
ur hefir tjáð.. Skiftir það þó all-
hárri tölu. Það má því ætla að á-
gizkan sú, sem skýrsla innanríkis-
málaráðuneytisins gerir, og áður er
nefnd, að 1893 hafi um 10,000 ís-
lendinga verið búsettar í Canada,
sé sízt of liá. Svo margir voru
komnir áður en Baldwinson tók við
innflutninga umboðsstöðunni, að
þó burtflutningur úr Nýja íslandi
yrði töluverður á árunum 1879—
80, þá hefir margfaldlega bæzt í
það skarð, með öllum þeim er komu
milli 1880 og 1886. Á þeim árum
eru vesturferðir tíðar. Árið 1883
fara þrír vesturfarahópar frá ís-
landi; hinn fyrsti í júnímánuði frá
Akureyri, sá næsti í júlímánuði frá
Seyðisfirði og hinn síðasti frá Sauð-
árkrók 1. ágúst. í þessum þrem
hópum voru hart nær 1,500 manns,
að því er ætlað hefir verið.
Stöðvun varð engin á innflutn-
ingunum með stjórnarskiftunum
1896. Hin nýja stjórn (Laurier-
stjórnin) gerðist öllu umsvifameiri
en hin eldri. Sótti hún mál þessi af
öllu kappi. Var innflutningur nú
eigi lengur að mestu einskorðaður
við Vestur-Evrópu, en Rússum,