Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 93
l^refttájfíidlsi árs]þ0 Þjóðræl&raisfél&gsins
Þrettánda ársþing Þjóðræknlsfélags
Islendinga í Vesturheimi var sett af for-
seta félagsins Jóni J. Bíldfell, miðviku-
daginn 24. febrúar 1932, kl. 10.20 f. h.
í samkomuhúsi íslenzkra Góðtemplara i
Winnipeg. Hófst þingið með þvi að for-
seti bað þinggesti að syngja sálminn
262 í vestur-ísl. sálmabókinni (Drottinn
minn guð þú ert bjarg mitt og borg).
Að þvi loknu flutti forseti ársskýrslu
sína sem hér fylgir:
Háttvirtu þingmenn!
Árið sem liðið er síðan við vorum
hér síðast saman komin, hefir verið eitt
J>að erfiðasta, sem komið hefir, að
minsta kosti í tíð þeirra manna, sem
nú lifa. Það er eins og alt hafi komist
Á ringulreið, viðskifti manna, atvinna,
framleiðsla, og afstaða manna til margs
þess, sem áður þóttu grundvallaratriði
mannfélagsins. Félagar Þjóðræknisfélag-
sins og Islendingar allir eru að ganga
i gegnum hreinsunareld, ásamt fólki
flestra eða nálega allra landa heimsins,
sem að öllum líkindum ekki sloknar fyr
en hismið er útbrunnið og það eitt held-
nr velli, sem hæfast er. Bn þrátt fyrir
þær kringumstæður er eg ekki hér kom-
inn til að flytja yður neitt vesaldarvíl
■eða sorgarsón. Slíkt hefir aldrei verið
siður, eða eðlisfar norrænna manna.
Andstreymið, hefir verið þeim eggjan
og erfiðleikarnir þróttur og svo veit
eg að enn er.
En þótt harðæris tal hljómi fyrir
eyrum manna daglega og að það, stari
á móti manni nálega frá hverri síðu
dagblaðanna og tímaritanna þá sam-
höfum við félagsbræður og systur fyrir
mikið að þakka á árinu liðna. Heilsu-
far manna hefir yfirleitt verið gott,
samlyndi og einnig innan félagsins á-
gætt og þótt máské að framkvæmdir
á starfsmálum félagsins hafi verið hæg-
Xarari á þessu ári, en sumum undan-
förnum árum, þá vænti eg samt að þér
megið vel við una það sem unnist hefir.
Dauðinn hefir gengið um garð hjá
meðlimum Þjóðræknisfélagsins, eins og
annars staðar, og höggvið skarð í hóp-
inn. Við því er náttúrlega að búast —
það er lífslögmál sem enginn má rönd
við reisa og sem allir verða að lúta
fyrr, eða síðar. Á meðal þeirra félaga
sem dáið hafa á árinu eru: Kjartan
Helgason, prófastur i Hruna í Árnes-
sýslu á Islandi; valinkunnur sæmdar-
maður og hugljúfi hvers manns er hann
þekti. Séra Kjartan var heiðursfélagi
í Þjóðræknisfélaginu; mikilhæfur menta-
maður og sannur þjóðræknis maður.
Á meðal þeirra þjóðræknisfélaga, sem
dáið hafa hér vestra, minnist eg:
Þorvaldar Þorvaldssonar, Riverton, Man.
Magnúsar Jónssonar, Víðir, Man.
Þórðar Axdals, Wynyard, Sask.
Gunnars Gunnarssonar, Churchb., Sask.
Nikulásar Snædals, Lundar, Man.
Guðfinnu Einarsson, Selkirk, Man.,
Og í Winnipeg: Sigurðar Sigurðssonar
frá Rauðamel; Brynjólfs Hólms; Hall-
dórs Jóhannessonar; Þórarins ólafssonav
og Jóns Eggertssonar.
Öllum þessum mönnum, og öðrum,
sem gleymst kunna að hafa, en safn-
ast hafa heim til feðranna á árinu vil
eg í nafni Þjóðræknisfélagsins þakka
samvinnuna. Trygð þessa fólks til þjóð-
ræknismála vorra var mikil. Eg vil votta
öllum aðstandendum þess samúð og hlut-
tekningu félagsbræðra vorra og systra i
skilnaðarsorg þeirra og söknuði.
Um starfsmálin get eg verið fáorður,
því væntanlega verða þau athuguð af
yður sjálfum hér á þinginu. Þó ber að
minnast á nokkur þeirra og er þá fyrst
námssjóðsmálið.
Þið minnist þess, að í sambandi við
heimförina og þjóðhátíðina á Islandi
1930 fór Heimfararnefnd Þjóðræknisfé-
lagsins fram á, aö Canadastjórn mintist
þess merkis-atburðar með þvi að setja
til siðu $25,000 námssjóð, og skyldu
vextirnir af honum notaðir til námsstyrk.?
fyrir efnilega námsmenn frá háskóla Is-