Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 94

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 94
74 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA lands er fullnaðar nám vildu stunda hér vestra. Right Hon. W. L. McKenzie King sem þá var stjórnar formaður tók þessu vel, en tími vanst ekki á Canada þinginu 1930 til að koma þessu í fram- kvæmd. En áður en þing það var leyst upp lýsti Mr. King yfir því í þinginu, að ef hann yrði endurkosinn, því, kosningar stóðu þá fyrir dyrum eins og þið munið, þá skyldi hann minnast hins merkilega atburður í stjórnmálasögu Islands, sem þá var verið að minnast, á verulegan hátt. Hið sama gerði leiðtogi aðal and- stæðinga flokksins í þinginu, Hon. R. B. Bennett. Svo féll King-stjórnin. En Bennett komst til valda. En framkvæmdir þess- ara loforða urðu oss vonbrigði. Veittir voru á þinginu aðeins $2500 sem minn- ingargjöf. Fyrirspurn var svo gerð til Heimfararnefndarinnar um það, hvern- ig að þessu fé skyldi varið. Nefndin kom sér saman um að þiggja ekki þessa viðurkenningu. Á síðastliðnu sumri kom svo stjórnarformaðurinn, Hon. R. B. Bennett hingað til borgarinnar og átt- um við tal við hann fjórir úr Heim- fararnefndinni. hr. Á. P. Jóhannsson, Dr. Rögnvaldur Pétursson, hr. Árni Eggerts- son og J. J. Bíldfell. Við bentum hon- um á, að í boði hans lægi lítilsvirðing, gagnvart hinni íslenzku þjóð, og Islend- ingum hér og að það væri heldur eng- inn sómi fyrir Canadamenn og þess vegna gætum við ekki þegið boðið. Um málið var talað allmikið frá ýmsum hliðum og virtist skilningur forsætisráð- herrans skýrast allmikið við þær um- ræður og að skilnaði lofaðist hann til að taka málið til yfirvegunar aftur en litla von taldi hann á að veiting þessi fengist sökum peninga eklunnar sem á væri, nema að hún væri lögð fyrir þingið sem óafgreitt bindandi loforð, en til þess, að það væri hægt, sagðist hann þurfa á umsögn og aðstoð Mr. Kings að halda. Mr. King var svo á ferð hér í bæ í síðastliðnum mánuði, og áttu þá þessir BÖmu menn — ásamt dr. J. T. Thorson, K. C., og dr. B. J. Brandson, — tal við hann um málið og lofaði hann málinu sínu fullu fylgi. 1 þessu sambandi er mér ljúft að geta þess, að hr. Marino Hannesson lögfr., hefir stutt þetta mál, bæði með persónulegu samtali við stjórn- arformanninn, og með því að skrifa á- gæta skýringu á málinu til hans, og leiðandi þingmanna úr vesturfylkjunum. Þannig stendur mál þetta nú ,og er vonandi að það fái sæmilegri afdrif á þessu nýbyrjaða starfsári, heldur en það: fékk á því síðasta. Eins og yður er kunnugt, þá eru ekki allfá félög á meðal Vestur-lslendinga, er vinna og hafa unnið með dygð og at- orku i sömu átt og Þjóðræknisfélagið, svo sem lestrarfélög, íþróttafélög, söng- félög og máske fleiri. Með þakklæti ber að viðurkenna og þakka þá starfsemi alla. En ekki get eg varist þeirri hugs- un, að áhrifameiri yrði sú starfsemi, ef við gætum öll sameinast og stutt hvert annað í því að þroska það sem fegurst er í ættararfi vorum. Nokkurt umtal hefir átt sér stað á milli Þjóðræknisfélagsins og slíkra fé- laga. En það er aðeins eitt, sem telur um 140 félaga, sem gengur inn á þessu þingi, Iþróttafélagið Fálkarnir, sem vér bjóðum hjartanlega velkomna. Hin önn- ur koma væntanlega síðar, því óráð er að þvinga eða þrýsta neinu félagi til inngöngu, fyr en meðlimir félaganna sjálfra eru í fullu samþykki. Aukalaga-frumvarp verður lagt fyrir þetta þing, sem ákveður um inntöku slíkra félaga. Bókasafnið er eins og þér vitið, geymt hjá fjármálaritara. Það fer vel um það í bókaskápum og kössum og slitnar ekk- ert. Eg sé ekki að neinum gagnlegum tilgangi verði náð með því að láta safn- ið liggja þannig ár frá ári ónotað. Þeir sem gagn og gaman hafa af islenzkum bókum, smá-týna tölunni. Eg legg til að sá partur af bókasafni félagsins, sem hæfur er til útlána, verði opnaður nú þegar, félögum og öðrum innan bæjar mönnum til afnota. Sjóðstoínun. — Eins og mörg ykkar mun reka minni til, þá var á síðasta þingi samþykt að stofna rithöfundasjóð. Var það gert með sérstöku tilliti til hins vinsæla og víðþekta rithöfundar, J- Magnúsar Bjarnasonar. Dálítið fé gafst í sjóðinn þegar í byrjun, og ofurlitið hef- ir bæzt við á árinu. Það hefði að sjálf- sögðu orðið mikið meira, ef ekki væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.