Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 96

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 96
76 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA við fyrsta högg. Verzlunarmálaráðherr- ann tók samt ekki illa í málið. Sagði að stjórnin hefði vakandi auga á öllum verzlunartækifærum, og vildi notfæra sér þau. Við mintumst líka lítillega á þetta mál við forsætisráðherrann, Rt. Hon. R. B. Benuett, er við áttum tal við hann um námsstyrksmálið. Spurði hann um, hvaða vörutegundir Canadamenn gætu helzt selt á Islandi, og svo, hvað Islend- ingar hefðu til að selja hér. Bentum við á ýmsar vörutegundir, og síðast varð okkur á að minnast á möguleika til brennisteinsframleiðslu. Varð þá eins og hann lifnaði allur við. Sagði að þar væri um merkilegt atriði að ræða, því Can- adamenn flyttu inn meira en 50,000 tonn af brennisteini árlega. Annars býst eg við að bæði þessi mál verði að bíða frekari framkvæmda, þar til að fram úr rætist með fjármála- og verzlunarástandið sem nú á sér stað. Gleðitíðindi tel eg það, að á þessu ári hefir Harvard háskólinn í Boston, Mass., kvatt landa vorn ,dr. Sigurð Nordal, til að flytja fyrirlestra um norræn fræði við þann merka skóla. Á undanförnum ár- um hefir skólinn valið nafnkunna ensku- mælandi fræðimenn til að flytja slíka fyririestra um einhver ákveðin vísinda- leg efni. En dr. Nordal er sá fyrsti, sem valinn er utan hins enskumælandi heims, og er það stór heiður, ekki aðeins fyrir dr. Nordal sjálfan, sem er viðurkendur að standa með þeim fremstu á Norður- löndum í sinni vísindagrein, heldur og fyrir islenzku þjóðina í heild. Dr. Nordal er væntanlegur hingað vestur i lok marzmánaðar, að tilhlutan Þjóðræknisfélagsins. Dvelur hann hér aðeins um tveggja vikna tíma og flytur 3—4 erindi. Eitt á meðal ensku mælandi fólks. Tvö íslenzk erindi flytur hann hér í bæ, annað fyrir Jóns Bjarnasonar skóla, en hitt alment íslenzkt erindi, og ,svo að líkindum eitt erindi utan bæjar. Annar merkur Islendingur að heiman hefir dvalið hér vestra á þessu síðast- liðna ári. Það er hr. Sigurður Skagfield, söngvarinn góðkunni. Hefir hann, eins og þér vitið haldið söngsamkomur víða í bygðum Islendinga hér vestra, og al- staðar getið sér hinn bezta orðstír. Hann hefir hrifið fólk með hinni miklu og und- urfögru söngrödd sinni, sem hefir læst sig eins og leiftur inn í sálir manna og vakið öldur endurminninga og aðdáunar. Eg hefi nú nálega lokið máli mínu. Þó verð eg að minnast enn á eitt mál og það er útbreiðslumálið — aðalmál Þjóðræknisfélagsins. Eins og yður er kunnugt, þá hefir Þjóðræknisfélagið lagt allmikla áherzlu á útbreiðslumálið. Það hefir sent menn út um bygðir Islendinga til að vekja menn og fá menn til að sinna málinu ,og það hefir lagt mikla rækt við íslenzkukenslu á meðal unglinga í Winnipeg og viðar, og fyrir allan þann áhuga ber að þakka. En samt er langt frá því að félagið hafi náð þeirri út- breiðslu, sem það þyrfti að ná, eða get- að vakið þann áhuga, sem þjóðræknis- málið verðskuldar. Og það gerir það aldrei á meðan að jafnmargir málsmet- andi íslendingar hér vestra standa utan félagsins og láta sig mál þess engu skifta, og nú á sér stað. Vér hinir eldri menn og konur, sena ábyrgð berum á afstöðu hinna yngri Islendinga til þjóðræknismálanna, erum óðum að týna tölunni. Og ef þetta er ekki lagað áður en vér föllum frá, verð- ur ekki um neinn þjóðernislegan styrk eða þjóðernislega samheldni að ræða í þessari álfu. Eg legg til ,að á þessu komandi ári verði ítarleg tilraun gerð af Þjóðræknisfélaginu, til þess að ná starfs- sambandi við þá leiðandi Islendinga alla, sem utan félagsins standa. Að málið sé rætt við þá, og ef eitthvað í sambandi við Þjóðræknisfélagið eða fyrirkomula? þess sé í vegi fyrir því að samvinna ná- ist, þá sé það fært í lag. Látum osa gleyma öllum smámunum og persónu- legum misskilningi, en minnumst þess aðeins, að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér, og að aðalmarkmið okkar Islendinga er, “að verða menn með mönnum hér, þars mæld oss leiðin er.” J. J. BíldfeU. Þegar forseti hafði lokið ræðu sinni, bar dr. Rögnvaldur Pétursson fram tU* lögu, og Mrs. Byron studdi, að forseta væri þakkað á viðeigandi hátt fyr'r sitt ítarlega og greinargóða erindi, og reis þá þingheimur upp úr sætum sínum og þakkaði ávarpið með lófataki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.