Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 106

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Side 106
86 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA 1 jólin en gætu ómögulega haft neina þörf fyrir auglýsingu í Tímaritinu, þar sem það kæmi ekki út fyr en eftir hátíðir. Annars hefði nefndinni ekki verið neitt kappsmál um þenna lið. Guðjón S. Friðriksson gerði þá breytingar tillögu við liðinn og Sveinbjörn Gislason studdi, að ritið væri framvegis gefið út á sama tíma og að undanförnu. Var það samþykt. Liðurinn var síðan allur sam- þyktur með þessari breytingu. 3. liður. Dr. Rögnvaldur Pétursson lagði til og Guðjón S. Friðriksson studdi að liðurinn yrði viðtekinn óbreyttur. Samþykt. 4. liður. Dr. Rögnv. Pétursson benti á að samskonar samþykt hefði verið gerð í 2. lið nefndarálitsins um Tíma- ritsmálið á f. á. þingi. Féll þá nefndin frá þessum lið. Síðan var nefndarálitið borið upp og samþykt með á-orðnum breytingum. Forseti skýrði frá því, að einn maður úr fjármálanefndinni Bjarni Dalman, hefði beðist lausnar úr nefndinni af þeim ástæðum, að hann væri í fram kvæmdarnefnd Þjóðræknisfélagsins og væri þá illa til fallið, að hann væri settur til að athuga sín eigin verk. Skipaði forseti með leyfi þingsins í hans stað í nefndina Th. S. Thorsteinsson frá Seikirk. Með því að engin nefndar álit lágu fyrir þinginu í bili voru tekin fyrir Ný mál. Guðmundur Jónsson frá Vogar hreyfði því að hann teldi þingtíma Þjóðræknis- félagsins í febrúar óheppilegan fyrir sveitamenn af ýmsum ástæðum. Taldi heppilegra að þingtíminn væri færður til marsmánaðar eða jafnvel nokkuð seinna á vetrinum og spurðist fyrir um það, hvort ekki mundi mega koma með til- lögu þess efnis inn á þingið. Séra Ragn- ar E. Kvaran benti á, að þeir sem koma vildu fram breytingum á grundvallar- lögum félagsins, skyldu lögum sam- kvæmt hafa gert stjórninni aðvart um það að m. k. þrem mánuðum fyrir þing. Taldi hann þvi, að naumast mundi vera hægt að taka þetta mál inn á þingið. Dr. Rögnvaldur Pétursson las upp laga- ákvæði félagsins þessu viðvíkjandi og sýndi fram á, að þar sem Þjóðræknis- félagið væri löggilt félag yrði að bera slíkar lagabreytingar undir samþykt ríkisritara Canada og væri það ástæðan fyrir þessum fyrirvara . írrskurðaði þá forseti að mál þetta gæti ekki verið tekið upp á þessu þingi með þvi að það skorti löglegan undirbúning.. Séra Guðmundur Árnason taldi mik- inn vafa á því hvort heppilegt væri að breyta þingtímanum, en kvað ýmsar aðrar ástæður frekar liggja til þess, að aðsókn að þinginu væri stopul. Væri sérstaklega úr hinum fjarliggjandi sveit- um mjög mikill kostnaður því samfara, að sækja þingið og beindi því til vænt- anlegrar stjórnarnefndar, hvort hún vildi ekki rannsaka möguleika á því, að kom- ast að samningum við járnbrautarfé- lögin um niðursett fargjald fyrir þing- gesti, eða heimila fjárveitingu úr félags- sjóði alt að $100.00 til að styrkja þá sem langt ættu að, að þriðjungi eða helmingi ferða kostnaðar. — Dr. Rögnvaldur Pétursson bar þá fram fyrir hönd fráfarandi stjórnarnefndar reglugerð í 9 liðum fyrir samkeppni um verðlaunabikar Þjóðræknisfélagsins svo hljóðandi: Iiegulations Governing Competition For “Millennial Hockey Trophy”. 1. This Trophy, to be known as “Millennial Hockey Trophy”, is donated by the “Icelandic National League” for perpetual annual competition in Hockey. 2. The Trustees of the Trophy shalt be the Executive, for the time being, of the “Icelandic National League”. 3. The purpose of the Trophy is to promote interest in the game of Hockey among the young people of Icelandic descent and origin and their associates. 4. Competition for the Trophy shall be limited to clubs and teams whose per- sonell is predominantly of Icelandic descent or origin. 5. Any dispute as to eligibility for competition for this Trophy, either as to teams or individuals, shall be determined by the Executive of the “League” or bý a committee thereof, appointed for the purpose, whose decision shall be final.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.