Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 106
86
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
1
jólin en gætu ómögulega haft neina þörf
fyrir auglýsingu í Tímaritinu, þar sem
það kæmi ekki út fyr en eftir hátíðir.
Annars hefði nefndinni ekki verið neitt
kappsmál um þenna lið. Guðjón S.
Friðriksson gerði þá breytingar tillögu
við liðinn og Sveinbjörn Gislason studdi,
að ritið væri framvegis gefið út á
sama tíma og að undanförnu. Var það
samþykt. Liðurinn var síðan allur sam-
þyktur með þessari breytingu.
3. liður. Dr. Rögnvaldur Pétursson
lagði til og Guðjón S. Friðriksson studdi
að liðurinn yrði viðtekinn óbreyttur.
Samþykt.
4. liður. Dr. Rögnv. Pétursson benti
á að samskonar samþykt hefði verið
gerð í 2. lið nefndarálitsins um Tíma-
ritsmálið á f. á. þingi. Féll þá nefndin
frá þessum lið. Síðan var nefndarálitið
borið upp og samþykt með á-orðnum
breytingum.
Forseti skýrði frá því, að einn maður
úr fjármálanefndinni Bjarni Dalman,
hefði beðist lausnar úr nefndinni af
þeim ástæðum, að hann væri í fram
kvæmdarnefnd Þjóðræknisfélagsins og
væri þá illa til fallið, að hann væri
settur til að athuga sín eigin verk.
Skipaði forseti með leyfi þingsins í hans
stað í nefndina Th. S. Thorsteinsson frá
Seikirk.
Með því að engin nefndar álit lágu
fyrir þinginu í bili voru tekin fyrir
Ný mál.
Guðmundur Jónsson frá Vogar hreyfði
því að hann teldi þingtíma Þjóðræknis-
félagsins í febrúar óheppilegan fyrir
sveitamenn af ýmsum ástæðum. Taldi
heppilegra að þingtíminn væri færður til
marsmánaðar eða jafnvel nokkuð seinna
á vetrinum og spurðist fyrir um það,
hvort ekki mundi mega koma með til-
lögu þess efnis inn á þingið. Séra Ragn-
ar E. Kvaran benti á, að þeir sem koma
vildu fram breytingum á grundvallar-
lögum félagsins, skyldu lögum sam-
kvæmt hafa gert stjórninni aðvart um
það að m. k. þrem mánuðum fyrir þing.
Taldi hann þvi, að naumast mundi vera
hægt að taka þetta mál inn á þingið.
Dr. Rögnvaldur Pétursson las upp laga-
ákvæði félagsins þessu viðvíkjandi og
sýndi fram á, að þar sem Þjóðræknis-
félagið væri löggilt félag yrði að bera
slíkar lagabreytingar undir samþykt
ríkisritara Canada og væri það ástæðan
fyrir þessum fyrirvara . írrskurðaði þá
forseti að mál þetta gæti ekki verið
tekið upp á þessu þingi með þvi að það
skorti löglegan undirbúning..
Séra Guðmundur Árnason taldi mik-
inn vafa á því hvort heppilegt væri að
breyta þingtímanum, en kvað ýmsar
aðrar ástæður frekar liggja til þess, að
aðsókn að þinginu væri stopul. Væri
sérstaklega úr hinum fjarliggjandi sveit-
um mjög mikill kostnaður því samfara,
að sækja þingið og beindi því til vænt-
anlegrar stjórnarnefndar, hvort hún vildi
ekki rannsaka möguleika á því, að kom-
ast að samningum við járnbrautarfé-
lögin um niðursett fargjald fyrir þing-
gesti, eða heimila fjárveitingu úr félags-
sjóði alt að $100.00 til að styrkja þá
sem langt ættu að, að þriðjungi eða
helmingi ferða kostnaðar. —
Dr. Rögnvaldur Pétursson bar þá fram
fyrir hönd fráfarandi stjórnarnefndar
reglugerð í 9 liðum fyrir samkeppni um
verðlaunabikar Þjóðræknisfélagsins svo
hljóðandi:
Iiegulations Governing Competition For
“Millennial Hockey Trophy”.
1. This Trophy, to be known as
“Millennial Hockey Trophy”, is donated
by the “Icelandic National League” for
perpetual annual competition in Hockey.
2. The Trustees of the Trophy shalt
be the Executive, for the time being, of
the “Icelandic National League”.
3. The purpose of the Trophy is to
promote interest in the game of Hockey
among the young people of Icelandic
descent and origin and their associates.
4. Competition for the Trophy shall be
limited to clubs and teams whose per-
sonell is predominantly of Icelandic
descent or origin.
5. Any dispute as to eligibility for
competition for this Trophy, either as to
teams or individuals, shall be determined
by the Executive of the “League” or bý
a committee thereof, appointed for the
purpose, whose decision shall be final.