Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Page 112
92
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
lagði á móti því, að þessi aðferð yrði
liöfð, og að borgað yrði annað en ferða-
kostnaður við slík ferðalög. Taldi hins
-vegar æskilegt að væntanleg stjórnar-
nefnd gætti allrar varúðar í fjárveit-
ingum til þessara mála. Arni Eggertsson
■óskaði eftir, að lagt væri í sjálfsvald
-væntanlegrar stjórnarnefndar, hvað hún
-vildi verja miklu til þessarar starfsemi,
-eða að tiltekin væri viss fjárupphæð,
svo sem að undanförnu, sem verja mætti
til hennar. óskaði að tillaga sín væri
borin upp. Forseti benti á, að ef lið-
urinn væri algerlega feldur burt, væri
vafasamt, hvort að hægt væri að koma
að síðar, frekari tillögum I þessu máli.
Tillaga Arna Eggertssonar og J. J.
Húnfjörð borin upp og feld.
Kom þá fram tillaga frá séra Guðm.
Árnasyni, studd af Mrs. Byron, um að
vísa þessum lið til baka til nefndarinn-
•ar. Samþykt.
3. liður. -—■ Mrs. Byron lagði til og
Halldór Gíslason studdi, að þessi liður
væri viðtekinn. Samþykt.
Viðaukatillaga Ásgeirs I. Blöndahl. —
Dr. Rögnv. Pétursson lagði til og Th. S.
Thorsteinsson studdi, að þessum lið
verði vísað til baka til nefndarinnar.
Samþykt.
Var þá liðið fram undir hádegi og
fundi frestað til kl. 2 e. h.
Sjötti fundur Þjóðræknisfélags Islend-
inga í Vesturheimi var settur kl. 2.20
•e. h. á venjulegum stað, föstudaginn 26.
febrúar. Fundargerð síðasta fundar var
lesin upp og samþykt með lítilsháttar
breytingum.
Forseti benti á að lögum samkvæmt
ættu nú að fara fram kosningar em-
bættismanna, en þar sem enn væru ekki
afgreidd að fullu mál fráfarandi fram-
kvæmdarnefndar, þá taldi hann æski-
legt, ef þingið vildi samkvæmt 24. grem
félagslaga Ieyfa frestun á kosningum.
Jón J. Húnfjörð gerði tillögu og Friðrik
Sveinsson studdi, að kosningu embættis-
manna yrði frestað þangað til álit fjár-
málanefndar hefði verið afgreitt á þing-
inu. Var það samþykt.
Þá var lagt fram álit fjármálanefnd-
ar og lesið upp af Ásmundi P. Jóhanns-
.syni, svohljóðandi:
Skýrsla fjármálanefndarinnar.
Við sem höfum yfirfarið skýrslur em-
bættismanna: féhirðis, skjalavarðar og
fjármálaritara félagsins, leyfum okkur
að gera eftirfarandi athugasemdir við
þær:
I.
Sú prentvilla hefir orðið í skýrslu te-
hirðis, að í stað $131.34 á að vera $151.43
í vörzlum féhirðis.
II.
Með því að nú er erfitt árferði, og að
sjálfsögðu ber að gæta allrar varúðar
í öllum tilkostnaði, þá finst okkur að
útgjaldaliðurinn við prentkostnað að upp-
hæð $68.00 í skýrslu féhirðis sé óþarf-
lega hár; þannig, að ekki ber að prenta
meira af bréfsefnum og umslögum eD
bráða nauðsynlegt er fyrir hvert ár, og
að jólaspjöld séu sá hlutur, sem félags-
menn megi helzt án vera.
III.
Þá er póstgjald undir Timaritið, að
upphæð $51.14 næsta há upphæð, þegar
tekið er tillit til þess að allir félagsmenn
fá það endurgjaldslaust. Vill nefndin
brýna það fyrir tilvonandi stjórnarnefnd
að sem mestu af því sé reynt að koma
félaginu að kostnaðarlausu út til félags-
manna. En alls ekki ósanngjarnt að fé-
lagsmönnum sé gert það að skyldu að
senda burðargjald til skjalavarðar und-
ir ritið, ef þeir ekki á annan hátt gæt.u
nálgast það sjálfir.
rv.
a. Að síðustu finnum við að fjármála-
ritara- og skjalavarðalaun, að upp-
hæð $275.00, hafa verið borguð út
án nægilegra heimilda, samanber 9-
grein grundvallarlaga félagsins.
Leggjum við samt til að þingið
samþykki þessa upphæð sem fulln-
aðargreiðslu fyrir síðastliðið ár.
b. Aftur á móti teljum við fráleitt, að
félagið þoli slík útgjöld á komandi
ári til sinna embættismanna, þó
haldið verði áfram í sama formi
með bækur félagsins. Heldur verði
látin nægja $100 þóknun, svo framar-
lega sem menn ekki fáist til að gera
það fyrir enn þá minna gjald.
Leggjum við svo til að fjármála-