Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Qupperneq 115
ÁRSÞING
95
II.
Nefndin leggur til, að sjái stjórnar-
nefndin sér fært að halda fundi í bygð-
um Islendinga, eða vinna á annan hátt
að því að vekja áhuga fólks alment
fyrir íslenzkri þjóðrækni, eða að að-
stoða deildir, sem stofnaðar hafa verið,
þá heimilist stjórnarnefndinni að nota
til þess fjárupphæð, sem ekki fari fram
lir fimtíu dollurum, ef nauðsyn krefur,
og að öðru leyti það, sem upp úr starf-
inu hefst.
III.
Nefndin er þeirrar skoðunar, að út-
gá.fa islenzku v'kublaðanna hér vestan
hafs sé mjög mikilsverður þáttur í þjóð-
ernisviðhaldi voru, og að það sé mjöp
áríðandi fyrir tilveru blaðanna, að kaup-
endur greiði andvirði þeirra skilvíslega.
Vill hún þess vegna beina þeirri bend-
ingu til félagsins, að það, með atbeina
stjórnarnefndarinnar, leitist við að benda
mönnum á, hver hætta vofir yfir þjóð-
ernisviðhaldi voru, ef svo skyldi fara,
að blöðin yrði að leggjast niður vegna
fjárhagslegra örðugleika.
IV.
Nefndin leyfir sér að mæla með, að
tillaga stjórnarnefndar um upptöku fé-
laga í Þjóðræknisfélagið, verði samþykt
þó þannig, að upptaka félaga, sem gert
er ráð fyrir í 2. lið þeirrar tillögu verði
aðeins notuð, þar sem fjarlægð eða aðr
ar gildar ástæður gera félaginu ókleift
að verða venjuleg þjóðræknisfélagsdeild.
Winnipeg 26. febr. 1932.
Guðm. Árnason.
Á. P. Jóhannsson.
J. P. Sólmundsson.
Ásgeir I. Blöndahl.
Benjamín Kristjánsson.
Viðaukatillaga.
Þar sem það er vitanlegt, að fjöldi
fólks óskar þess, að þjóðræknisfélagið
annist um útgáfu lesbóka fyrir börn og
unglinga, og slíkt fyrirtæki liggur inn
á sviði þeirrar hugsjónar, að efla út-
breiðslu islenzkrar tungu i Vesturheimi,
og þar sem ennfremur má gera ráð fyr-
ir að slík bókaútgáfa beri sig kostnað-
arlega, þá leggur nefndin t.il að stjórn-
arnefndin sjái um útgáfu einnar slikr-
ar bókar á þessu ári.
— Ásgeir I. Blöndahl.
I. liður hafði áður verið samþyktur.
II. liður. — Dr. Rögnv. Pétursson lagði
til og Jón J. Húnfjörð studdi, að þessi
liður væri samþyktur með þeim breyt-
ingum, sem nefndin hefði gert við hann.
Samþykt.
III. liður hafði áður verið samþyktur.
IV. liður var nýr í nefndarálitinu. Jón
J. Húnfjörð lagði til og Mrs. Bergþór
Jónsson studdi að liðurinn væri viðtek-
inn. Samþykt.
Viðaukatillaga við nefndarálitið frá
Ásgeiri I. Blöndahl var því næst tekin
til umræðu. Ásgeir I. Blöndahl gerði
grein fyrir tillögunni, og kvaðst hafa
orðið var við þær óskir, meðal annars
hjá þeirri deild, sem hann hefði umboð
fyrir, að einhver hentug lesbók væri til
fyrir unglinga. Kvað lesbækur að heim-
an tæplega fullnægjandi, sökum breyttra
staðhátta hér. Tillaga kom frá dr. R.
Péturssyni, studd af Árna Eggertssyni,
um að forseti skipaði þriggja manna
milliþinganefnd i þetta mál. Samþykt.
Forseti skipaði:
Ásgeir I. Blöndahl.
Séra Guðmund Árnason.
Ragnar A. Stefánsson.
Halldór Gíslason gerði þá tillögu, og
Árni Eggertsson studdi, að nefndarálitið
væri samþykt i heild með á orðnum
breytingum. Samþykt.
Næst var borin upp stjórnarnefndar-
tillaga um upptöku islenzkra lestrarfé-
laga í Þjóðræknisfélagið. Séra Guðm.
Árnason lagði til og Halldór Gislason
studdi, að tillögurnar yrðu viðteknar i
heild, og var það samþykt.
Ný mál.
Forseti bað um, samkvæmt tilmælum
Fálkans, að þingið kysi iþróttanefnd til
að hafa eftirlit og umsjá með íþróttum
og leikkepni Fálkans.
Árni Eggertsson stakk upp á, og Th.
S. Thorsteinsson studdi, að þessir menn
yrði kosnir í milliþinganefnd í þessu
skyni:
Jack Snædal.
Carl Thorlaksson.
Walter Jóhannsson.
Var það samþykt.