Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Síða 116

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Síða 116
96 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Með því að fleiri mál lágu ekki fyrir þinginu, var fundi frestað til kl. 8 að kvöldinu. * * * Skemtifundur hófst að kvöldinu kl. 8, með fiðlusóló Miss Pearl Pálmason. — Fór því næst fram leikfimissýning kvenna úr stúlknadeild Fálkans. Miss Lóa Davíðsson söng einsöng. Séra Ragn- ar E. Kvaran flutti erindi um skýringar á mannkynssögunni. Lúðvík Kristjáns- son las upp gamankvæði. Björg Krist- jánsson fór með kvæði, Lilly Bergson lék á píanó. Samkoman fór hið bezta fram og var fult hús. Þegar skemtiskránni var lokið, var settur fundur að nýju. Fundargerð síð- asta fundar var lesin upp og samþykt. Flutti þá ritari félagsins, dr. Rögn- valdur Pétursson fram svohljóðandi Þingyfirlýsing út af andláti séra Kjartans Helgasonar prófasts í Hruna í Arnessýslu á Islandi. Snemma á síðastliðnu sumri bárust þær sorgarfréttir hingað vestur, að and- ast hefði á páskadaginn, hinn ágæti og þjóðkunni fróðleiksmaður, séra Kjartan Helgason prófastur í Hruna í Árnes- svslu. Hann var ekki eingöngu í hópi þeirra leiðtoga þjóðarinnar, er almenn- astra vinsælda hafa notið á þessum síð- asta mannsaldri, heldur var hann og líka hvers manns hugljúfi, er honum kyntust, því sjaldan hefir þjóðin eign- ast. víðsýnni, hugsjóna-auðugri, hjarta- hreinni og drenglundaðri mann, er bor- ið hafi meiri samúð til allra stétta manna innan þjóðfélagsins en hann. Þetta gat engum dulist, er honum kynt- ust. Fyrir tólf árum síðan var hann stadd- ur hér á meðal vor, á þingi Þjóðræknis- félagsins, sem fulltrúi lands vors og þjóðar, hingað sendur til þess að vera hinu unga og nýstofnaða félagi til leið- beiningar og styrktar í köllun þess og starfi. Ákjósanlegri og ágætari styrkt- armann og vin gat Alþingi Islendinga ekki sent oss. Árið sem hann dvaldi hér, ferðaðist hann, sem næst um alla álfuna, heimsótti flest hin dreifðu bygð- arlög vor, og kynti sig hvarvetna, með- al allra þeirra, er náðu að hlusta á hann eða snerta hönd hans, að hinni stökuslu ástúð og ljúfmensku. Fregnin um and- lát hans snart því djúpt huga vor allra. Islendinga hér vestan hafsins. Vér viss- um að þar með áttum vér á bak að sjá, hinum ágætasta vin, talsmanni og sam- tiðarmanni. tJt af fregn þessari viljum vér því, fé- lagar Þjóðræknisfélags Islendinga í Vest- urheimi, staddir á hinu 13 .ársþingi voru, lýsa yfir hrygð vorri og söknuði út af missi hans, og tjá ástvinum hans og skyldmennum vora innilegustu sam- hygð og hluttekningu í söknuði þeirra og missi, við burtför þessa ágæta sonar vorrar kæru þjóðar. Þingheimur tók undir yfirlýsingu þessa og mintist hins látna ágætismanns með- því að standa á fætur. Séra Guðm. Árnason gerði tillögu og Halldór Gíslason studdi, að yfirlýsing" þessi yrði bókuð og að forseta og ritara Þjóðræknisfélagsins yrði falið að senda. ættingjum og vandamönnum séra Kjart- ans Helgasonar samúðarbréf frá þing- inu. Samþykt. Þá skýrði forseti frá þvi, að von væri á góðum gesti til Winnipeg bráðlega, dr. Sigurði Nordal frá Islandi, sem nú í vet- ur gegndi Charles Eliot Norton prófessor3- embætti við Harvard háskólann í Banda- ríkjunum. Mundi hann koma til Winui- peg á vegum Þjóðræknisfélagsins seint í marzmánuði n. k., og bar hann fram þá tillögu af hendi stjórnarnefndarinnar, að hann yrði gerður að heiðursfélaga Þjóðræknisfélagsins. Var sú tillaga sam- þykt á þann hátt, að þingheimur reis úr sætum sínum með lófaklappi. Að lokum ávarpaði forseti þingheim nokkrum orðum, þakkaði þinggestum komuna, og las svo upp bréf, sem þinginu höfðu borist frá fjarverandi vin- um og velunnurum. Að því búnu sagði hann þessu þrett- inda ársþingi Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi slitið. Rögnv. Pétursson J. J. Bíldfell ritari. forseti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.