Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 24
6
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Þá er mikill sægur greina, sem
fjalla um bókmenntir og listir og
þjóðræknismál íslendinga í Vestur-
heimi.
Sá, sem kynnir sér sögu vestur-
íslenzku vikublaðanna, kemst fljót-
lega að raun um það, að þessi blöð
voru tíðum viðriðin deilur allsnarp-
ar. Er slíkt síður en svo einsdæmi
í sögu íslenzkrar blaðamennsku. Ein-
ar Páll ritstjóri Lögbergs var vel
vopnum búinn, ef til þurfti að grípa,
en hann beitti þeim sjaldan.
Skömmu eftir að hann varð aðalrit-
stjóri Lögbergs, komu upp allharka-
legar deilur meðal Vestur-íslendinga
eða „Heimferðarmálið" svo nefnda.
Bæði blöðin drógust inn í þessar
deilur, eins og vænta mátti. En ekki
leið á löngu, þangað til sjóinn tók
að kyrra, og hefir verið næsta kyrrt
á miðunum síðan. Þannig tókst Ein-
ari Páli að halda sig utan við dæg-
urþras meginhluta ritstjórnartíðar
sinnar, og er slíkt ekki lítils vert.
Hygg ég, að til þess hafi dregið ófýsi
hans sjálfs á þeim vettvangi og vilji
hans á því að halda uppi jákvæðu
uppbyggingarstarfi. Þessi stefna,
sem hann átti drjúgan þátt í að
skapa blaði sínu, hefir ekki einungis
sett skýr mörk á vestur-íslenzka
blaðamennsku, heldur og reynzt
henni drýgst til langlífis.
Stíll Einars Páls var mjög sér-
stæður og persónueinkenni svo skýr,
að segja má, að hver setning sverji
sig í ættina. Orðaforðinn var mikill
og tíðum til hans gripið. Lýsingar-
orðin voru stundum allsterk, en þau
voru ávallt fremur notuð til þess að
fegra heldur en til þess að draga
hinar dekkri línur. Málfarið var
aldrei hversdagslegt, heldur runnið
frá þeim rótum, sem dýpst ná í ís-
lenzkum jarðvegi, fornum og nýj-
um.
Höfuðmarkmið íslenzkrar þjóð-
ræknisstarfsemi vestanhafs og þá
um leið íslenzkrar blaðamennsku
hefir frá fyrstu tíð verið viðhald ís-
lenzkrar tungu, þeirrar líftaugar,
sem traustust hefir reynzt milli
landanna tveggja. Þessi starfsemi
hefir átt við ýmsa örðugleika að etja,
eins og hver og einn getur látið sér
skiljast. Hér hefir þurft með þraut-
seigju og trú á góðan málsstað. Það
var í þágu þessa málsstaðar, sem
Einar Páll vann við engar sleitur
nærfellt hálfa öld. Það ætla ég,
að hann hafi í skrifum sínum
fremur sótt en varizt, enda má það
vera vafamál, að íslenzk tunga í
Vesturheimi hafi nokkru sinni eign-
azt ótrauðari talsmann en hann.
Hann skildi, hvar skórinn kreppti
að, en undanlátssemi vildi hann 1
engu sýna. í þjóðræknishvöt, sem
hann reit í janúar 1940, vitnar Einar
í vísu Þorsteins Erlingssonar, þar
sem er í ljóðlínan „en enginn f®r
mig ofan í jörð“ o. s. frv. Líkleg3
verður það seint að fullu metið, a®
hve miklu leyti brýningar þjéð'
ræknismanna vorra hafa stuðlað aa
varðveizlu íslenzkunnar á þeSSU
meginlandi. Víst er um það, að viku'
blöðin í Winnipeg hafa lagt hér mik'
ið að mörkum, enda hafa ýmsir Þa
sögu að segja, að án þeirra hefðu
þeir glatað sínu íslenzka móðurmá i-
Það er alkunna, að hverju sinm
sem framkvæmdir hafa verið a do
inni meðal Vestur-íslendinga seU*
sérstaks þjóðarbrots, hafa þeir ^ot1
dyggilegs stuðnings blaða sim1^
Einar Páll brást aldrei sem s^e.
eggur liðsmaður á þessum vettvang ;
Ekki er unnt að telja hér upp 0