Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 26
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
„Þótt mælirðu oft af miklum þjósti,
er máske vott um brá.
Mér heyrist ég kenna í hörkugjósti
hálfdreymda sumarþrá —
finn jafnt í eldgígs og íssins brjósti
eilífðar-hjartað slá.“
í kvæðinu „Sumarlok“ er þetta
lokaerindi:
„Sigðirnar blika við bleikan svörð —
nú berjast um völdin á himni og
jörð
tvö megin-öfl mannlífsins strauma:
Haustjátning ísköld á aðra hlið —
og eilífðartrúin á sumarið
í starfsvöku dýrðlegra drauma.“
Það er „eilífðartrúin á sumarið",
sem er hinn rauði þráður í mörgum
þessara kvæða.
Nokkur kvæði eru táknrænar
mannlýsingar af ýmsu tagi. Nær-
færnisleg er lýsingin á „Stínu í
þvottahúsinu“, sem þrátt fyrir vos-
búð langar ævi varðveitti sína ís-
lenzku sál í sléttuborginni Winni-
peg, þar sem ekki bauðst annað ævi-
starf en að þvo „af ótal þjóðernum“.
Enn er þó ótalinn sá þátturinn,
sem höfuðrúm skipað í fyrrgreind-
um kvæðasöfnum, en það eru tæki-
færiskvæðin. Einar Páll kom víða
við á langri ævi, og margir voru þeir
vinirnir, sem hann taldi drápunnar
verða, en meðal þessara vina hans
eru margir þeir, sem héldu merki
hins íslenzka þjóðernis hæst á loft
hérna megin hafs. Þau voru og ófá
sporin, sem hann fór til þess að
flytja kvæði á íslenzkum samkom-
um. Við þau tækifæri urðu mörg af
beztu ættjarðarljóðum hans til.
„Hún skýrist í huganum, móðir,
þín mynd
þess meir sem að líður á dag;“
eru ljóðlínur úr kvæðinu „Móðir í
austri“, og móðirin í austri hlaut
ómældan skerf í kvæðum Einars.
Þó að mörg ættjarðarkvæðanna
væru flutt við ákveðin tækifæri,
verður ekki sagt, að þau væru ort
eftir beiðni. Þau komu frá hjarta
höfundarins.
í ættjarðarkvæðunum k e m u r
þjóðrækni Einars Páls hvað skýrast
fram. „Hið eilífa norræna mót“
verður eigi máð út. „Vort lífstré er
eitt þó að afkvistað sé“, og það kenn-
ir ekki undanlátssemi, heldur rétt-
mæts stolts í eftirfarandi erindi, sem
er upphafserindi í kvæðinu „Rödd
úr vestri“, en það kvæði flutti Einar
yfir millilandaútvarp frá Winnipeg
til íslands, 1. des. 1938:
„Oss brennir ei þörf fyrir útfararóð,
því enn er hér landnám í gerð;
í liðsbón ei heldur vér leitum til
neins,
né lögsögumanna á ferð.
Vér spinnum hér einir vorn
örlagaþráð,
þó allt sé með nýlendubrag.
En framundan eygjum vér,
íslenzkir menn,
hinn andlega fullveldisdag."
Einar Páll fékkst talsvert vi®
ljóðaþýðingar og þýddi meðal ann'
ars kvæði eftir E. A. Guest, G. S-
Hellman, J. B. Rittenhouse, W. Kirk'
wood, Bliss Carman og T. Moore-
Ljóð hans sum hafa og verið þý^
á enska tungu.
Sumarið 1947 fór Einar Páll til
lands í fylgd með konu sinni, frU
Ingibjörgu, og fleiri gestum, sern P
héldu heim í boði ríkisstjórnar s
lands. Höfðu þau hjón mikla ánsegju
af förinni. Litlu síðar reit Eina