Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 31

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 31
aldarminning þorsteins erlingssonar 13 Thorsteinsson fundum pilt austur í Fljótshlíð, er okkur þótti gott mannsefni. Það var Þorsteinn Erl- ingsson. Steingrímur kenndi hon- um latínu um veturinn, en að öðru leyti dvaldist hann mest hjá okkur, °g útvegaði ég honum töluverðan fjárstyrk hjá góðum mönnum." f kaflanum „Þeir fundu pilt“ 1 hinni prýðilegu inngangsritgerð sinni um Þorstein Erlingsson að fjórðu útgáfunni af Þyrnum (Rvík, 1943) hefir dr. Sigurður Nordal ritað ítarlega um fyrstu fundi þeirra þjóð- skáldanna og Þorsteins og um það brautargengi, er þeir og þriðja höf- uðskáld þeirrar tíðar, Benedikt Gröndal, veittu honum á náms- brautinni. Farast dr. Nordal meðal unnars þannig orð: „Þorsteinn fór haustið 1876 til Reykjavíkur, byrjaði að læra þar undir skóla, og þá kom á prentíÞjóð- ólfi fyrsta kvæði hans, erfiljóð eftir Pál Pálsson frá Árkvörn. Um vetur- mn naut Þorsteinn kennslu höfuð- skáldanna þriggja, Matthíasar, Stein- gríms og Gröndals. Við tvo hina síð- ar nefndu batt hann vináttu, sem hélzt órofin til æviloka þeirra. En Matthías þóttist heldur kenna kulda af ritum hans sér til handa og segist ekki vita, hvernig á því hafi staðið (Sögukaflar, 295). Það er þó ekki yandskilið. Þorsteinn varð á skóla- arum sínum miklu handgengnari Steingrími og hneigðist meir að skáldskaparstefnu hans. Eitt af því, aem íslenzkir stúdentar á Hafnar- arum Þorsteins fundu sér til deilu- efnis, voru þeir Matthías og Stein- grimur. Var Þorsteinn í þeim flokknum, er hélt Steingrími fram. a var og greinilegri skoðanamunur ^ueð þeim Matthíasi og Þorsteini. En rétt er að geta þess, að Þorsteinn kunni fyllilega að meta skáldskap Matthíasar. Ég heyrði hann fara með erindi úr kvæðum Matthíasar, og viknaði hann við af fegurð þeirra.“ Kvæði Þorsteins frá yngri árum bera því vitni, hve mjög hann heill- aðist af skáldskaparstíl Steingríms; ást hans og aðdáun á meistaranum hélzt óbreytt, og lýsir það sér glöggt í hinu fagra kvæði „Minni Stein- gríms Thorsteinssonar“, á átttugasta afmælisdegi hans, 19. maí 1911, og þá eigi síður í snjöllu erfiljóðinu um hann. Fagurlega minnist Þorsteinn einnig Benedikts Gröndals, bæði í vísunum „Til Gröndals", ort á átt- ræðisafmæli hans, 6. okt. 1906, og í erfiljóðunum um hann, er lýkur með þessu yndislega erindi: Við krjúpum ekki’ að leiði lágu, því listin á sjer paradís; nú streyma Gröndals hljómar háu af hafi því, sem aldrei frýs. Hvern snilling þangað baninn ber, sem Bjarni’ og Jónas kominn er. Eftir sex ára nám í Lærða skól- anum í Reykjavík brautskráðist Þor- steinn vorið 1883. Kornungur hafði hann byrjað að yrkja, og það var vitanlega skáldhneigð hans og æsku- ljóð, sem vakið hafði athygli á hon- um og varð til þess, að þjóðskáldin og aðrir velunnarar gerðu honum fært að ganga menntabrautina. Flest af því, sem hann orti, áður en hann kom í skóla, er nú glatað, en all- margt af kvæðum hans frá skólaár- unum er til í handriti og sumt prent- að, aðallega í Söngvum og kvæðum, sem Jónas Helgason gaf út 1881, og í Söngkennslubók hans frá 1883. Úr- val úr ljóðum Þorsteins frá þessum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.