Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 34
16
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sinn myndarlega fjárgjöf á þeirrar
tíðar mælikvarða, sbr. vísur hans
„Til Vestur-íslendinga, sem sendu
mér 500 krónur með sr. Rögnvaldi
1912“. Kom sú sending sér vel, eins
og sjá má af ummælum Þorsteins í
bréfi til Stephans G. Stephansson-
ar (St. G. St., Bréf II, 35).
Hjúskaparmál Þorsteins Erlings-
sonar ræðir dr. Sigurður Nordal af
mikilli glöggskyggni og samúð í
kaflanum „Við erum svo rík“, í fyrr-
nefndri inngangsritgerð að Þyrnum,
og geta þeir, sem kynnast vilja nán-
ar þeirri hliðinni á lífi skáldsins,
leitað þangað til fræðslu. Á hitt
verður ekki lögð of mikil áherzla,
hve frábæran förunaut skáldið eign-
aðist í konu sinni, frú Guðrúnu J.
Erlings, og lýsa kvæði hans og vísur
til hennar því fagurlega, hvað vel
hann kunni að meta hana og það
ágæta heimili, sem hún bjó honum
og börnum þeirra.
Sjálf hefir frú Guðrún lýst bæði
því, hversu ágætur heimilisfaðir Þor-
steinn var og einnig vinnubrögðum
hans sem skálds í einkar hugþekku
og merkilegu viðtali við Valtý Stef-
ánsson ritstjóra (Lesbók Morgun-
blaðsins, Jólablað 1939, endurprent-
að í bók Valtýs Þau gerðu garðinn
frægan, 1956). í þessu viðtali segir
frú Guðrún meðal annars:
„Betri heimilisföður en hann get
ég ekki hugsað mér, síkátur og glað-
ur og yngstur meðal þeirra ungu. Og
barngóður með afbrigðum. Það var
mesta yndi hans að leika sér við
börnin og segja þeim sögur, þegar
hann hafði tíma til þess.
í kvæði Guðm. Guðmundssonar
um Þorstein lýsti hann hinum barn-
góða heimilisföður með þessum
orðum:
Og kærleikans kvöldljóð
þú kvaðst yfir sæng,
er breiddirðu yfir blundandi
börnin þinn væng.
En Guðmundur var tíður gestur a
heimili okkar og var mikil vinátta
milli Þorsteins og hans. Hafði Þor-
steinn mætur á hinni leikandi
„lyrik“ Guðmundar og hinum
fyndnu stökum hans.“
Alkunnugt er, hve framúrskar-
andi vandvirkur Þorsteinn Erlings-
son var í ljóðagerðinni, og dregur
frú Guðrún athygli lesenda að þvl
í lýsingu sinni á vinnubrögðuru
hans. Jafnframt segir hún skemmti'
lega frásögn, er sýnir það, að Þor-
steinn gat einnig verið hraðkvæður,
þegar því var að skipta. Sú saga er
á þessa leið:
„Oftast, sem sagt, var hann leng1
að ganga frá kvæðum sínum, Þ°
hann stundum væri aftur mjóg
fljótur. Og stökum gat hann vitan-
lega varpað fram er svo bar undir,
eins hratt og mæltu máli.
Ég man t. d. eftir einni vísu, sem
þanngi varð til, og aldrei hefir kom'
ið á prent.
Tilefnið var þetta. Hann var mj°S
elskur að stofublómum, og voru alh'
af blóm í stofugluggum okkar. Eh
sinn áskotnaðist mér lítil plant3’
sem ég vissi ekki deili á. Hún var
höfð í glugganum við borð kans^
Hún óx svo ört, að einhver sagði a
hún yxi eins og illgresi. Síðan ko
uðum við hana „illgresið“. Eitt sin
bar ég öll blómin út í hlýinda reg
þeim til hressingar. Hann kom keirI^
er þessu var lokið. En ég hafði ski1
„illgresið" eftir inni. Blöðin a
voru svo pasturslítil, að ég trey
þeim ekki til að standast úrfelli