Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 35
aldarminning þorsteins erlingssonar
17
Er hann sér þetta, tekur hann
blómsturpottinn með hinni veik-
byggðu jurt, og segir brosandi:
Þið hafið illa inni gleymt
illgresinu mínu.
Það hefir líka á daginn dreymt
dögg í horni sínu.
II.
Dvalarár Þorsteins Erlingssonar í
Kaupmannahöfn réðu örlög hans
®em skálds, mótuðu lífsskoðanir
hans og skáldskaparstefnu. Hann
komst þar undir áhrif Georgs Brand-
esar og raunsæisstefnu hans í bók-
jttenntum og varð eindreginn og eld-
eitur jafnaðarmaður í þjóðmálum.
Kvæði hans frá Kaupmannahafnar-
arunum bera því gleggst vitni, hve
sterklega stormar og straumar sam-
hðarinnar höfðu orkað á sálarlíf
Þorsteins.
Hann kvað sér hljóðs sem ádeilu-
skáld, eins og þjóðkunnugt er, með
sujöllu kvæði sínu á hundrað ára
afmasii málfræðingsins mikla, Ras-
musar Kristjáns Rasks (1887). Lof-
syngur skáldið þar að verðleikum
inn þjóðholla íslandsvin, en jafn-
ramt er kvæðið hörð og beinskeytt
arás á stjórn Dana á íslandi að fornu
°§ nýju. Olli kvæði þetta hneyksli,
sem sögufrægt er orðið, og hlaut
s aldið ofanígjöf frá Hafnarháskóla,
en hann var þar þá við nám.
Vafalaust er það rétt athugað, að
fessl_ áminning af hálfu háskólans
,afi sinn þátt í því, að Þorsteinn
setti við laganámið, enda fullyrðir
uðmundur Hannesson prófessor
að berum orðum í eftirmælum
Þorstein í ísafold 30. septem-
ó> r 11114. Hins vegar mun einnig
sett mega fullyrða, að hin mikla
athygli, sem kvæðið vakti, og það
hrós, sem það hlaut úr ýmsum átt-
um, hafi orðið skáldinu hvatning til
þess að gefa sig nú meir en áður að
skáldskap og ritstörfum. En því
fylgdi, eins og þegar er gefið í skyn,
að hann varð að leggja svo hart að
sér við lestur og kennslu, að hann
beið óbætanlegt tjón á heilsu sinni.
Laukrétt er það athugað, að það er
ekki út í bláinn sagt, er Þorsteinn
kvað þessar ljóðlínur:
Ég veit, hvað svöngum vetur er,
þú veizt það kannske líka.
En þótt hann þekkti þannig af
beiskri raun baráttuna við hungur
og önnur andvíg lífskjör, voru það
samt sambærileg eða enn þá verri
kjör annarra, sem gerðu hann jafn-
aðarmann og byltingamann í þjóð-
málum. Sú afstaða hans átti sér
langa sögu og djúpar rætur í lífs-
reynslu hans. „Dýpst gróf inn í mig
sjón, sem ég sá hér í koti á Eyrar-
bakka 1880,“ skrifaði hann í bréfi
til Sigurðar Guðmundssonar skóla-
meistara 20. marz 1907, „og önnur,
sem ég sá í Litla Strandstræti í
kjallara veturinn 1892—93,“ bætir
hann við. („Við andlát Þorsteins Er-
lingssonar", í Heiðnum hugvekjum
og mannaminnum, Akureyri, 1946).
Þegar alls er gætt, var það því
mjög eðlilegt, að Þorsteinn Erlings-
son skipaði sér eindregið í flokk
þeirra manna, sem kröfðust meira
þjóðfélagslegs réttlætis og jafnrétt-
is, enda varð harðvítug og hiklaus
ádeilan á þjóðfélagið skjótt megin-
straumur í skáldskap hans; kemur
það kröftuglega fram í mörgum
þeim kvæðum hans, sem birtust í
Sunnanfara 1891—1895, og enn öðr-