Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 37
aldarminning þorsteins erlingssonar
19
anna í mannheimi, heldur einnig til
málleysingjanna, eins og það orð er
venjulega skilið, í ríki dýranna.
Réttilega hefir áherzla verið lögð á
Það, að jafnaðarmennska Þorsteins
°S þjóðfélagsádeila hafi átt rætur
sínar í víðfeðmri samúð hans og
ójúpstæðri sannleiksást og réttlætis-
kennd; upp úr þeim jarðvegi spratt
arás hans á konungsvald, auðvald og
kirkjuna sem stofnun, á þjóðfélags-
skipulagið í heild sinni, allt, sem
neppti manninn í fjötra kúgunar og
kindraði frjálsan og fullkominn
Proska hans. Þess vegna er þá ekki
neldur erfitt að finna heitt hjarta
ans slá að baki byltingakvæða
nans.
í þessu sambandi má minna á hina
a1%glisverðu frásögn, sem Jón frá
eðbrjót segir um það, hvernig
kvæði Þorsteins „Örbirgð og auður“
afi orðið til, í fyrrnefndri grein
Slnni um Þorstein:
»í annað skipti áttum við tal um
væðið hans: „Örbirgð og auður“.
!ét það í ljósi við hann, að mér
yndist hann nú hafa verið helzt til
ssstur í orðum í því kvæði.
»Já, þetta er nú ef til vill rétt hjá
sagði Þorsteinn. „En ég ætla
nn að segja þér frá atriðum þeim,
gerðust þegar þetta kvæði skap-
a0ist í huga mínum. Ég held þú skilj-
r pá hvað kvæðið er biturt. Það var
ei,nu sinni í Kaupmannahöfn á jóla-
ottina, að ég var á gangi í auð-
a anna£otunni> Þar sem skrauthallir
u, kýfinganna standa hver við aðra.
la°*aC^rðina °S hminn af réttunum
UrgSl út á götuna. Ég var bæði kald-
bæHg svan§ur og gat úr hvorugu
' Lg veit þú skilur hvaða
Ssnn Þetta vakti hjá mér; og þá
aPaðist þetta kvæði, þó það ef til
vill hafi ekki allt fallið þá 1 stuðla.
Skoðun mín um þetta efni var
reyndar rótföst áður. En líklega
hefði ég ekki sett hana í ljóð með
svona mikilli beiskju, hefði þetta at-
riði ekki komið fyrir.“ Samtalið um
þetta efni féll niður, en myndin,,
sem Þorsteinn dró upp með þessum
látlausu orðum sínum, er enn skýr
í huga mínum.“
Sannleikurinn er einnig sá, að
margir þeir, sem fylltust gremju eða
jafnvel reiði út af róttækum skoð-
unum Þorsteins, urðu snortnir af
hinni ríku samúð hans með mönn-
um og málleysingjum, einlægri ætt-
jarðarást hans, og ekki sízt af ljóð-
list hans, því að þar, sem hann fór,
var mikill snillingur að verki. Ljóð-
mýkt hans og formsnilld öfluðu hon-
um almennrar aðdáunar; skýr hugs-
un og látleysi í máli uku einnig á
vinsældir hans.
Mikið hefir einnig, að vonum, ver-
ið rætt og ritað um trúarskoðanir
Þorsteins Erlingssonar, ekki sízt í
ræðum þeim, sem fluttar voru við
jarðarför hans, og í hinum mörgu
minningargreinum, sem birtar voru
um hann látinn. Er margt af því les-
máli prentað framan við þriðju út-
gáfuna af Þyrnum. Dr. S. Nordal
hefir síðan í inngangsritgerð sinni
tekið trúarskoðanir Þorsteins til
rækilegrar meðferðar á grundvelli
þess, sem um það mál hafði áður
verið ritað af ýmsum, bæði í lausu
máli og stuðluðu. Rúm leyfir eigi að
rekja það mál nánar hér. Hins vegar
þykir mér í því sambandi fara vel á
því að taka upp úr áðurnefndu við-
tali ummæli frú Guðrúnar J. Er-
lings um jafnaðarmennsku Þorsteins
og trúarskoðanir hans: