Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 41
aldarminning þorsteins erlingssonar
23
óbeinlínis, í kvæSum nafna hans,
Þorsteins Þ. Þorsteinssonar; ætla ég
t. d., að sterkur byltinga- og umbóta-
hugur hins síðarnefnda hafi hitnað
við kynnin af eldheitum uppreisnar-
og hvatningarkvæðum nafna hans.
Og finna má merki hins sama í
kvæðum Kristins Stefánssonar og
Þorskabíts (Þorbjörns Bjarnasonar),
að talin séu nokkur af okkar kunn-
ustu vestur-íslenzku ljóðskáldum.
Með kvæðum sínum braut Þor-
steinn Erlingsson blað í sögu ís-
lenzkra bókmennta og skáldskapar,
bæði með ádeilukvæðum sínum og
Ijóðtöfrum. En djúpstæðra áhrifa
hans gætir eigi aðeins í íslenzkum
bókmenntum, þau má einnig rekja
ú sviði þjóðfélags- og stjórnmála-
þróunar þjóðarinnar. Enn hljómar
eggjandi rödd hans til dáða í algild-
um ljóðlínum sem þessum:
Því sá, sem hræðist fjallið og
einlægt aftur snýr,
fær aldrei leyst þá gátu: hvað
hinumegin býr.
En þeim, sem eina lífið er bjarta
brúðar myndin,
þeir brjótast upp á fjallið og upp
á hæsta tindinn.
Vel má þó vera, að kvæði hans lifi
lengst vegna frábærrar fegurðar
margra þeirra. Eitt er víst, að eins
lengi og íslendingar kunna að meta
fögur ljóð, mun þeim hlýna um
hjartarætur við annað eins snilldar-
kvæði og „Lágnætti“, og finna holl-
an eld metnaðar og ættjarðarástar
kvikna sér í barmi við lestur and-
ríks og hreimmikils aldamótakvæð-
is hans:
Þú ert móðir vor kær.
Þá er vagga okkar vær,
þegar vorkvöldið leggur þér barn
þitt að hjarta;
og hve geiglaus og há
yfir grátþungri brá
berðu gullaldarhjálminn á enninu
bjarta.
Við hjarta þitt slögin sín hjörtu
okkar finna,
þinn hjálmur er gull okkar
dýrustu minna;
en þó fegurst og kærst
og að eilífu stærst
ertu í ást og í framtíðar vor-
draumum barnanna þinna.