Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 48

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 48
30 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA held að hann sé eyðilagður. Einn flasaði reikning og var sendur heim af pólitíinu. Christian Ris fékk ekki Garð. Brynjólfur Kúld sendur heim sem ómögulegur. Einar Benedikts- son búinn að eyðileggja sig á slarki, liggur fyrir dauðanum[!] Hannes Hafstein að lesa undir próf og tekur það í vor eftir 6 ár en hefði getað tekið það á 4—5, því lögfræðinga- prófið er einna léttast allra prófa hér við háskólann. Ég set mig í sama númer og hann. Þetta var nú Tryggva-partíið, og þessa þolláka lenti ég saman við. En nú er ég til allrar hamingju sloppinn við þessa peja, náttúrlega hataður og fyrirlit- inn af þeim. Ég þakka mínum sæla samt.“ En úr því þetta er vitnisburður Ólafs, sem telja má einn af flokkn- um, má nærri geta hvernig litið hef- ur verið á Verðandi-menn heima á íslandi. Og ísland hafði ekkert að bjóða embættislausum manni og kvænt- um í tilbót. Hins vegar stóð Vestur- heimur opinn og þar gerðist Einar andlegur leiðtogi íslendinga um tíu ára skeið. Raunar var Winnipeg sízt meiri menningarborg um þær mund- ir en Reykjavík. En sá var munur- inn að Winnipeg óx eins og gor- kúla á haug (1885: 19,500, 1898: 39,300) þar sem Reykjavík naraði eins og ljós á skari (1880: 2,500, 1890: 3,800, 1901: 6,600). Ekki dylst það, að Einar, nýkominn frá Kaup- mannahöfn, lítur nýlenduborgina og landnemamenninguna heldur smá- um augum. Einkum mun vegur kirkjunnar þar vestra, að maður tali nú ekki um vakningarnar, hafa ver- ið honum þyrnir í augum.*) En hann átti sinn hlut eins og aðrir undir vexti og viðgangi íslenzku nýlend- unnar, og hann var svo vitur að verja sér til að efla hag hennar að sínum hluta í stað þess að eyða afli sínu í ófrjóar deilur gegn kirkjunni. Hann var íhugull áhorfandi. .Óvinir hans sögðu, að hann gengi með efa- glott á vör, og brugðu honum um geðleysi. En hann lét það sjaldan á sig fá. Á Winnipegárunum missti Einar hina dönsku konu sína og tvö börn, en kvæntist íslenzkri konu, sem fæddi honum öll hans börn og lifði hann. Á Winnipegárunum safnaði hann líka þeirri lífsreynslu (fyrir utan slarkið í Kaupmannahöfn), sem síðan varð grundvöllur að flestum gerðum hans, eftir að hann kom heim til íslands. Hugur hans snerist frá þröngsýnni, kröfuharðri stefnu realismans til víðfaðma skilnings á mönnum og málefnum, þótt fávís- leg gætu sýnzt. Og hann gerðist sannfærður um, að kærleika- og bróðurþelskenning kristins dóms væri hin eina heillavænlega stefna til viðreisnar mannkyninu. En auk þess lærði hann að meta hinar verk- legu framfarir Ameríkumanna og rækt þeirra við alþýðufræðsluna, er birtist í barnaskólum þeirra og ungl' ingaskólum (high schools). Fjöldi Vestur-íslendinga fór á þessa „úa' skóla“. Þegar heim til íslands kom, hra Einari mjög í brún. Hann skildi ekki lengur í deilunni við Dani. íslend- ingar höfðu ekki hugmynd um þa®; að það sem þeir þurftu var ekki meiri lögskilnaður við Dani, heldur *) Hann var sama sinnis um vakmnS arnar, er hinn norski prófessor Hallesp^ boðaði íslendingum þær haustið _}.„T Sjá Morgun 1937, síðasta árið sem Em lifði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.