Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 49

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 49
ALDARMINNING EINARS H. KVARAN 31 sterk innlend stjórn, sem beitti sér fyrir verklegum framkvæmdum í landinu. Fyrir þessu beittist Valtýr Guðmundsson, eins og Eimreiðin hans bendir til með nafni sínu, þótt eigi ætti það fyrir íslendingum að liggja að leggja járnbrautir um land sitt heldur bílabrautir og flugvelli. Einar studdi þennan sveitunga sinn og skólabróður með fylgi ísafoldar og þeirra varð í raun réttri sigur- inn, er Hannes Hafstein varð fyrst- ur innlendur ráðherra, þótt heima- stjórnarmenn „stælu eggjum þeirra“. f þessu stjórnarmáli höfðu þá amer- ísku framfarirnar vísað honum leið. Þær gerðu það líka í skólamálunum: andspyrna gegn gömlu málunum, tómlæti um háskólamálið en áherzla á að leggja grundvöll alþýðufræðsl- unnar, sem Guðmundur Finnboga- son gerði að lokum með bók sinni Lýðmeniun og fræðslumálalögunum nýju 1907. Á síðustu árum nítjándu aldar- innar kom endurkastið frá realism- anum í líki endurfæddrar þjóðrækni °g framsóknarþrár. Hélt enginn þessum fána hærra á lofti en Einar Benediktsson í Dagskrá, en á fyrsta tug nýju aldarinnar flokkuðust flest- ir ungir menn og upprennandi um þann fána. í pólitík kröfðust þessir ^nenn aukins sjálfstæðis, jafnvel fulls skilnaðar frá Dönum (Guðmundur Hannesson). Einar hreifst með þess- Urn straumi og gerðist nú sem endra- n®r hinn ágætasti liðsmaður og leið- i°gi í málinu. En þegar kröfum þess- yni fékkst eigi fullnægt í Danmörku, átti Einar mikinn hlut að bera sátt- arorð og reyna að bræða saman hina stríðandi flokka. En ekki var hon- Uln né öðrum þakkað það af þeim, Sena mest vildu í gegn gangast: köll- uðu þeir þessar tilraunir bræðing og mennina bræðingsmenn; en þótt þjóðin hefði þá um langan aldur étið bræðing og orðið gott af, þá var þetta löngu áður en menn vissu um fjörefnaauðlegð bræðingsins og tóku saman bænina „Guð gefi okkur góð- an bræðing.“ En eftir þetta átti Ein- ar lítinn hlut að stjórnmálum; þó má sjá, að á seinni árum var hann hlynntari eða a. m. k. sanngjarnari í garð jafnaðarstefnunnar en aðrir pólitískir flokkar vildu vera láta. Hann hélt og fast á skoðunum sín- um um skólamál gegn hinu róman- tíska afturhvarfi til klassisku mál- anna, sem mjög varð tízka á þriðja tug aldarinnar. Kynni Einars af bindindismálum hófust fyrst í Vesturheimi, en aust- an hafs átti hann eflaust mikinn þátt í því að leiða bannmálið til lykta. En engu máli, sem Einar tók sér fyrir hendur, vann hann að jafn- mikilli alúð og þolgæði sem spírit- ismanum. Þessi amerísku Tómasar- trúarbrögð, sem hófust í Hydesville, Wayne County, New York með höggum á heimili hjónanna J. D. Fox og dætra þeirra árið 1848, voru svo úr garði gerð, að þau ein gátu svarað spurningu hins efagjarna raunhyggjumanns: „Er nokkuð hin- um megin?“ Einar hafði samúð mikla með kærleikskenningu krist- insdómsins, einkum eftir að nýguð- fræðingarnir höfðu hreinsað hana af því, sem Einar taldi sora helvítis- kenningarinnar. En trú hans á ann- að líf varð að vera vissa reist á stað- reyndum, sem voru með öllu óyggj- andi að hans eigin dómi. Frá þeim staðreyndum gat hann svo aftur trú- að sögnum Nýja testamentisins um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.