Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 54

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 54
36 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA erindi. En þær veita sál minni enga íullnægju." Að lokum tilfærir hann orð norsks dómara, sem eru eins og töluð út úr mínum huga: „Ég er bjartsýnismaður og mín íturhyggja er djúpsett. Lífið hefur styrkt mig í henni, jafnvel dómara- störf mín. Ég hefi lært það, að með því að brosa til mannanna fæ ég bros að launum. Það stendur svo á því, að mennirnir eru ekki eins vondir og þeir eru sagðir. Þeir vita aðeins of lítið hver um annan, eru að of miklu leyti eins og ókunnugir menn of lítið hver fyrir annan sem feður, mæður, systkin, bræður og vinir. Þetta er óhjákvæmilegt. Sér- hver sál lifir innilokuð í sínu fang- elsi og getur aðeins eftir ógreiðfær- um vegi ratað til annara sálna og lært að þekkja þær. En það er oft sama sem að læra að þykja vænt um þær og fá vináttu þeirra að launum og vekja samúð.“ Þessi bjartsýna trúarjátning Ein- ars minnir á Sókrates og 18. aldar frjálshyggjumenn, eins og stofnend- ur Bandaríkjanna, sem trúðu því að manninum og þroska hans og skyn- semi væri lítil takmörk sett aðeins væri honum kennt það, sem satt var og rétt, enda mundi hann að sjálf- sögðu hafa það heldur, að dæmi Ara fróða. Nú trúðu ekki allir 18. og 19. aldar frjálshyggjumenn á annað líf, en það gerði Einar. En þessi von um framtíð manns- ins galt meira afhroð í heimsstyrj- öldinni fyrri en nokkur dæmi voru til áður, og það hvort sem menn trúðu á guð og annað líf eða ekki. Kristnir menn fóru aftur að trúa á erfðasyndina (Niebuhr, þýzk-amer- ískur prótestanti), sem Einar hélt að nýja guðfræðin hefði kveðið niður. Og kenning Hallgríms, „heimur versnandi fer,“ virtist nú miklu lík- legri en Darvínskenningin, sem gerði ráð fyrir því að menn væru komnir af öpum, en eftir þeirri kenningu virtist framför mannanna bersýnileg eins og hún var líka aug- ljós í norrænni og grískri goðafræði, þar sem gert var ráð fyrir því að goð og menn væru jötnaættar. Að vísu trúðu kommúnistar á framtíð mannkyns undir breyttu skipulagi sínu; en þeir buðu þeim mönnum bál, brand og þrældóm, sem ekki vildu trú taka alveg eins og kristnir höfðingjar á dögum Ólafs helga eða Karla-Magnúsar. Þá buðu Þjóðverj- ar heiminum að játast undir sinn áraburð næstu 1000 árin, en blóð- boðskapur þeirra var enn gleði- snauðari en trú kommúnista, og leiö því ekki á löngu áður þeir höfðu fengið allan heiminn á móti sér i annarri heimstyrjöld. Svo að upp fylltist spádómurinn „heimur versn- andi fer,“ þá varð þessi styrjöld enn válegri en sú fyrri, með gjöreyðingu stórborga í Póllandi, Rússlandi, Eng- landi og Þýzkalandi, að Japau ógleymdu, þar sem þessu stríði lauk 1945 með eyðingu borgarinnar Hir°' shima, þar sem Bandaríkjamenn urðu svo frægir að hafa 78,000 menn í einu höggi atómbombunnar, sem vísindamenn þeirra voru svo heppn' ir að finna á stríðsárunum á undan Þjóðverjum. Þessir sömu Ameríkan- ar lýstu því átakanlega í ófriðar- lokin að nú dygði mönnum og Þí°®' um ekki annað en að taka hönduru saman, elska friðinn og f leygía vopnum sínum, þar sem enginn mundi geta unnið næsta stríð. Þetta var viturlegur boðskapur, en el&1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.