Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 55
ALDARMINNING EINARS H. KVARAN
37
leið á löngu áður hann var að engu
hafður, og austur og vestur var kom-
ið í gamla vopnakapphlaupið á ný.
Er nú svo komið, að ef nú slægi í
styrjöld milli Rússa og Ameríkana,
myndu hvorir um sig hafa nóg af
eldflaugasprengjum og urðarmánum
til að gjöreyða heimsálfum óvina
sinna. Og svo fullkominn er þessi
fjandbúnaður á báða bóga, að ekki
þarf neinn guð í skýjum himins að
hleypa honum í bál, eins og kristnir
menn hafa trúað í nítján aldir, held-
ur aðeins skrifstofumann, peð, ann-
aðhvort í New York eða Moskva,
sem telur rangsælis niður í núll og
styður á rafhnapp. Samstundis mun
jörðin standa í brunabáli, sem eyða
mun öllu mannkyni, en ef einhverj-
ar eftirlegukindir kynnu að leyn-
&st í Hoddmímisholti, myndu þeir
sízt hæfari til undaneldis en aparnir,
forfeður vorir vegna drepgeislana,
°g því ósýnt að jörðin geti risið úr
rústum sínum, eins og þó var spáð
í Völuspá.
í slíkum horfum virðist það ráð
vænst höfðingjum austurs og vest-
urs að miðla málum og setja niður
deilur sínar, enda eru þeir nú, til
allrar hamingju, farnir að fara að
veizlum hvorir hjá öðrum. Gætu
þeir í þessum friðarerindum gert
verra en að ganga með íslendinga-
bók í vasanum og lesa ræðu Þorgeirs
Ljósvetningagoða um kristnitökuna
^ íslandi. En það hefur lengi verið
eitt af höfuðmeinum mannkindar-
irmar, að hún hefur viljað renna í
°Pinn dauðann sem læmingjar fyrir
irú sína eða heiður. íslendingar lifðu
af kristnitökuna, af því að þeim
gömlu var leyft að blóta á laun og
eta hrossakjöt; þeir töpuðu sjálf-
stæði sínu á Sturlungaöld, af því að
höfðingjarnir mátu meir sóma sinn
en landsfriðinn. Hinir vísu lands-
feður Bandaríkjanna mundu vel
þrjátíu ára trúarbragðastríðið í Evr-
ópu og settu því í lög sín að hver
mætti hafa trú sína óáreittur í ríkj-
um sínum. En þessu hættir þeim við
að gleyma nú á dögum, þegar trúin
er kommúnismi, og má oft ekki milli
sjá, hvort þeir vilji ekki heldur fara
brennandi flokkum til himna en að
leyfa kommum kreddu sína.
Þótt síðari heimsstyrjöldin væri
hundrað sinnum ógurlegri hinni
fyrri, þá verkaði hún ekki nándar
nærri eins sterkt á hugi manna nema
áhrif hennar væri þau að þagga nið-
ur í mönnum mannlegt mál. Á árun-
um 1920—1930 fóru Ameríkanar á
syngjandi túr andlega og líkamlega
er H. L. Mencken, vitringurinn í
Baltimore, leiddi þá í herferð gegn
kirkju og klerkum, lýðskrumurum
og bannlögum. Varð honum vel
ágengt að afkristna borgarlýðinn,
þótt sveitamenn fylgdust ekki alltaf
með.. En þegar á stríðsárunum höfðu
þeir T. S. Eliot og Ezra Pound soð-
ið saman ömurlegan moldviðrisstíl,
lærðan sem dróttkvæði, sem spegla
átti mannkindina á rústum stríðsins
og gerði það svo vel, þótt enginn
skildi í fyrstu hvað þeir voru að
að fara, að þessi stíll varð hinn eini
sanni stíll nýtízkuskálda og hefur
haldið öllum skáldskap aldarinnar í
járngreipum sínum fram á þennan
dag, enda fékk T. S. Eliot síðar
Nóbelsverðlaun fyrir vikið. En ekki
mundu kvæði þessa manns hafa fall-
ið Einari í geð, hvorki efni né bún-
ingur; því síður mundi honum hafa
getizt að sumum kvæðum íslenzkra
nýtízkuskálda í þessum stíl frá því
eftir 1944. Aftur á móti hefur eitt