Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 58
40
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
svikum beittur og myrtur. Berast
öll bönd að Guðina sem böðli hans.
Er Elfráður því úr sögunni.
Játvarður, sem mun vera fæddur
um 1005, syrgði bróður sinn, sat
áfram í Normandíu og svalg í sig
menningu og kurteisi Vestur-Evr-
ópu. Hann er talinn hafa verið mjög
guðrækinn frá blautu barnsbeini, en
um þessar mundir stóð kristni með
miklum blóma í Normandíu og ná-
grannalöndum nyrðra.
Ekki urðu ríkisár Haralds héra-
fótar mörg. Hann andaðist 1040, og
var þá til ríkis tekinn Hörðaknútur,
sem fram til þessa hafði setið í ríki
sínu, Danmörku, en hugði þó víst
til árásar á England. Kom móðir
hans með honum. Það mun hafa ver-
ið eitt fyrsta verk Hörðaknúts, að
bjóða hálfbróður sínum, Játvarði
góða, til Englands og lýsa yfir á
þann hátt, að hann væri erfingi sinn.
Játvarður er áreiðanlega kominn til
hirðar Hörðaknúts 1041. Hann var
því viðstaddur, þegar Hörðaknútur,
eins og enskar heimildir lýsa
skemmtilega, „hné örendur er hann
stóð að drykkju sinni“. Var Játvarð-
ur strax til konungs tekinn af al-
þjóð með fögnuði miklum, en enskar
heimildir bæta við „eftir því sem
hann átti kyn til“.
Skal nú aftur vikið að orðstír Ját-
varðar um aldirnar. Allar enskar
samtíðarheimildir lofa hann mjög-
Rómversk-katólska kirkjan í Westminsier, Lundúnum með turn Játvarðar góða