Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 59
þankar um játvarð góða
41
Á þetta bæði við um engilsaxnesku
kronikuna, sem er einhver merkasta
heimild um sögu Engil-Saxa, og rit
frá næstu áratugum eftir lát Ját-
varðar, sem sagnaritarar frá Frakk-
landi sömdu. Þá er og elzta ævi-
saga konungs rituð, að því er talið
er, á tímabilinu 1066—1076. Þar er
honum lýst vel. Segir höfundur, að
Játvarður hafi verið tignarlegur
maður, meðalhár eða betur, rjóður
í andliti, hvítur á hár og skegg.
Hendur hans voru næstum gagn-
sæjar, fingur langir og mjóvir. Lík-
ami hans og limir samsvöruðu sér
hið bezta, og í allri framkomu var
hann hinn konunglegasti. Blíður var
hann að jafnaði, en fékk þó reiðzt,
þegar átti við. Kátur var hann, en
hélt þó ætíð virðingu sinni. Ef beð-
inn bónar, veitti hann hana blíðlega
eða synjaði svo blíðlega, að þeim,
sem synjað var, fannst hann standa
í þakkarskuld við konung. í fjöl-
nienni bar hann sig sem konungur,
en þegar fáir voru við sem jafningi
viðstaddra og það án þess að tapa
konunglegu fasi. Vinur var hann fá-
tækra, kirkjunnar og guðhræddra
Preláta. 'Ólög þoldi hann ekki, og
^ila lét hann ná rétti sínum. í hinni
islenzku sögu Játvarðar er þannig
komizt að orði: „Síðan var hann
kórónaður, og þar af fékk heilög
kirkja frelsi, en höfðingjar fram-
gang, en útlendir víkingar og vond-
lr menn niðran en alþýða frið og
farsaelu.“
Enn fremur er þar ritað: „Margir
hlutir urðu þeir í lífi hans um jar-
teinir og spádóm að sannfróðir
ttmnn hafa ritað látið á bókum,“
enda var frægð Játvarðar ekki sízt
by§gð á jarteiknum hans og forspá.
Er þeirra þegar getið í elztu ævi-
sögu hans. Sagt er þar frá því, að
kona með mikil og daunill sár á and-
liti læknaðist, þá er konungur snerti
hana, og er þetta elzta dæmi þess,
sem Englendingar kalla „touching
for the king’s evil,“ kraftaverka
hæfileiki, sem trúað var fram á
átjándu öld, að konungar Englands
réðu yfir. Þá fengu blindir sjón, ef
þeir báru á augu sér vatn það, er
konungur hafði laugazt í. Á dánar-
beði sínu spáði hann landi sínu
hörmungum. Er hann var spurður,
hvenær þeim mundi létta, sagði
hann í líkingamáli, að það mundi
verða þegar lim, sem hefði verið
höggvið af tré og gróðursett skammt
frá stofni þess, sameinaðist stofnin-
um aftur. Var talið síðar, að með
þessu hefði Játvarður átt við gift-
ingu Hinriks I (1100—1135) og dótt-
ur konungs Skota, en móðir hennar
var af ætt hinna engilsaxnesku kon-
unga. Geta má þess og, að engil-
saxneska krónikan lofaði Játvarð
mikið fyrir það að létta af þjóðinni
sköttum, sem legið höfðu eins og
mara á henni í hálfa öld. Og mikið
var konungur dáður fyrir byggingu
klausturkirkju St. Péturs í West-
minster (Westminster Abbey), þar
sem konungar og helztu menn Eng-
lendinga hafa hlotið legstað í hart-
nær þúsund ár.
Á eftirfarandi öldum bergmála
sagnaritarar Englendinga þennan
dóm. Það er ekki eiginlega fyrr en
á nítjándu öld, að annað hljóð kem-
ur í strokkinn, en áður en ég sný
mér að því, vil ég tilfæra tvö eða
þrjú dæmi, er sýna álit erlendra
sagnaritara um konung vorn. Má
þar fyrstan telja Adam Brimaklerk,
er reit á árunum 1070—1085 sögu
erkibiskupa Brimastóls. Segir hann,