Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 71
Helztu viðburðir
meðal íslendinga vesian hafs 1959
RICHARD BECK iók saman
Jan. — Dómsmálaráðherra Mani-
tobafylkis tilkynnir, að Leifur J.
Hallgrímson lögfræðingur, sonur
Thorleifs og Elinborgar (heit.) Hall-
grímson, Winnipeg, hafi verið skip-
aður starfsmaður í beirri stiórnar-
deild.
31. jan. — Miss Pauline Ann
Hjörnson, dóttir Matthíasar og Guð-
nýjar Björnson, Cavalier, N. Dak.,
Brautskráð af University of North
Hakota með menntastiginu „Bache-
lor of Science in Education and
Hachelor’s Diploma in Teaching."
Hún hafði getið sér orð fyrir söng-
hæfileika.
Pebr. — Blaðafrétt skýrir frá því,
að málverk Emile Walters listmál-
ara af sögustöðum á íslandi og
Grænlandi hafi hlotið ágæta dóma
a sýningum í Austurríkjum Banda-
ríkj anna.
Febr. — í byrjun þess mánaðar
Var leikritið „í óveðurslok" eftir
Haugu Geir, Edinburg, N. Dak., leik-
í íslenzka ríkisútvarpinu og hlaut
§óða blaðadóma.
Febr. — Sveitamálaráðherra Man-
Úobafylkis gerir kunnugt, að Barney
'Hjarni) Egilson, borgarstjóri á
Uimli, hafi verið skipaður í sveita-
^álanefnd (The Municipal Advisory
■Board).
23.—25. febr. — Fertugasta árs-
þing Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi haldið í Winnipeg við
prýðilega aðsókn. Dr. Richard Beck
var endurkosinn forseti; litlu síðar
kaus stjórnarnefndin þá Gísla Jóns-
son skáld og Harald Bessason pró-
fessor ritstjóra Tímarits félagsins.
Heiðursfélagar voru kjörnir þeir dr.
Valdimar J. Eylands, fyrrum forseti
félagsins, og dr. Þorkell Jóhannes-
son, rektor Háskóla íslands.
15. marz — Þann dag átti dr.
Joseph T. Thorson, dómforseti fjár-
málaréttarins í Kanada, sjötugsaf-
mæli. Hann á sér að baki óvenju-
lega glæsilegan náms- og embættis-
feril.
Apríl — John F. Sigurdson, ræð-
ismaður íslands í Vancouver, kosinn
forseti hins fjölmenna Rótaryklúbbs
þar í borg. Sigurður Sigmundsson
framkvæmdastjóri var kosinn í
stjórnarnefnd klúbbsins.
Apríl — Blaðafrétt hermir, að
Richard Beck Jr. vélaverkfræðing-
ur, sonur þeirra dr. Richards og
Berthu (heit.) Beck, Grand Forks,
N. Dak., hafi hlotið $3,500.00 náms-
styrk til framhaldsnáms í vélaverk-
fræði á Cornell University, Ithaca,
New York.
Apríl — Blöð víðs vegar í Kanada