Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 75
HELZTU VIÐBURÐIR
57
Júní — Dagblöðin í Winnipeg
flytja þá frétt, að í undirbúningi sé
stofnun mikillar lækningamiðstöðv-
ar (Manitoba Medical Centre) í sam-
bandi við Almenna sjúkrahúsið þar
1 borg. Formaður undirbúnings-
nefndar er dr. P. H. T. Thorlakson.
21. júní — íslenzki söfnuðurinn í
Selkirk, Man., minntist 70 ára af-
ttiælis síns með fjölmennum hátíða-
guðsþjónustum.
23.—26. júní — Sjötugasta og
fimmta ársþing Hins evangelisk-lút-
erska Kirkjufél. íslendinga í Vestur-
heimi haldið í Selkirk, Man. Séra
Eric H. Sigmar endurkosinn forseti.
Tveir nýir prestar, báðir frá íslandi,
sera Jón Bjarman, sem um skeið
hefir þjónað Lundar, Man., og séra
fugþór Indriðason, prestur að Lang-
ruth, Man., nýkomnir vestur um
haf, voru teknir inn í kirkjufélagið
a fjölsóttu afmælisþinginu.
27. júní — Átti séra Kristinn K.
Ólafsson, nú prestur í Rock City,
Hlinois, 55 ára vígsluafmæli. Hann
Var áður um langt skeið forseti
Lúterska kirkjufélagsins íslenzka.
27. júní — Hugh Gísli Robson
(dóttursonur Gísla Jónssonar rit-
sfjóra í Winnipeg), Montreal, er
stundar nám í læknisfræði á McGill
University þar í borg, hlaut hæstu
Verðlaun, sem veitt eru þriðja árs
stúdent í þeim fræ'ðum, „The Joseph
Morley Drake Prize in Pathology“.
Uann hlaut einnig ágætar einkunnir
1 °ðrum námsgreinum.
Júní — Tilkynnt, að fylkisstjórn-
^ } Manitoba hafi skipað Albert L.
Hstjánsson búnaðarfræðing (sonur
Peirra Hannesar heit. Kristjánssonar
kaupmanns og Elínar konu hans að
Gimli, Man.) búnaðarráðunaut („Re-
gional Extension Co-ordinator“) fyr-
ir suðausturhluta fylkisins.
29. júní — Vestur-íslenzku viku-
blöðin Heimskringla og Lögberg
sameinuð á sameiginlegum fundi
útgáfunefnda beggja blaðanna á Fort
Garry hótelinu í Winnipeg, að lokn-
um kvöldverði í boði Grettis L. Jó-
hannson ræðismanns. Aðalræðu-
maður við þetta sögulega tækifæri
var dr. Thor Thors, ambassador ís-
lands í Bandaríkjunum og Kanada.
Júní-júlí — Víðtæk og fjölmenn
hátíðahöld í Argyle-byggðinni ís-
lenzku í Manitoba í tilefni af 70 ára
afmæli Grundarkirkju þ. 28. júní og
75 ára afmælis Fríkirkjusafnaðar að
Brú þ. 5. júlí í byggðinni.
I. júlí — Stanley T. Olafson, ræð-
ismaður íslands í Los Angeles og
framkvæmdastj óri alþjóða verzlun-
ardeildar viðskiptaráðs borgarinnar,
sæmdur riddarakrossi belgisku
Krónuorðunnar.
Júlí — Blaðafréttir skýra frá því,
að frú Signý Eaton (Mrs. John Divid
Eaton) í Toronto hafi nýlega verið
sæmd riddarakrossi hinnar íslenzku
Fálkaorðu í viðurkenningarskyni
fyrir stuðning hennar við íslenzk
menningarmál og stofnanir vestan
hafs og fyrir hlutdeild hennar í
kanadískum menningar- og félags-
málum. Hún er dóttir Friðriks
(heit.) prentsmiðjustjóra og Önnu
Stephenson í Winnipeg.
II. júlí — Ólafur Hallson, kaup-
maður í Eriksdale, Man., aðalræðu-
maður á árlegri hátíðarsamkomu
Manitoba deildar Orange Order of
Canada í Carmen, Man.