Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 76
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
26. júlí — Árlegur Islendingadag-
ur við Friðarbogann í Blaine, Wash.
Stuttu áður héldu íslendingar í
Seattle hátíðlegan íslendingadag
sinn.
3. ágúst — Sjötugasti íslendinga-
dagur haldinn að Gimli, Man.
Ágúst — Búnaðarmálaráðherrann
í Manitobafylki gerir kunnugt, að
Miss Joyce L. Borgford, dóttir Mr.
og Mrs. M. H. Borgford, Arborg,
Man., hafi verið skipuð ráðunautur
í hússtjórnarmálum (Home Econom-
ist) í suðausturhluta fylkisins.
4. —7. sept. — Ársþing Únítara-
safnaðanna í Vestur-Kanada fylkj-
unum („The Western Canada Uni-
tarian Conference“) haldið í Fort
QuAppelle, Saskatchewan. S é r a
Philip M. Pétursson endurkosinn
útbreiðslustjóri.
Sept. — Snemma í þeim mánuði
lauk Miss Kristrún June Björnson,
dóttir Kristins (heit.) og Lilju Eyrik-
son Björnson kennslukonu í Winni-
peg, meistaraprófi (Master of Social
Science) á Smith College School for
Social Work í Northampton, Massa-
chusetts.
Sept. — Frú Jakobína Johnson,
skáldkona í Seattle, Wash., kom
heim eftir sumardvöl í vinaboði á
íslandi. í heimförinni sæmdi forseti
í s 1 a n d s hana stórriddarakrossi
Fálkaorðunnar í viðurkenningar-
skyni fyrir bókmenntaleg störf
hennar og kynningarstarf í þágu
íslands.
Sept. — Frank Frederickson flug-
maður og hockeykappi, nú búsettur
í Vancouver, dvelur á Islandi í boði
Loftleiða í tilefni af 40 ára afmæli
flugsins þar í landi, en hann var
fyrsti íslendingurinn, sem flaug þar,
og jafnframt fyrsti maðurinn, sem
flaug flugvél þarlendis að staðaldri.
30. sept. — Séra Ólafur og frú
Ebba Skúlason, sem þá voru á för-
um til íslands, kvödd með veglegu
og fjölmennu samsæti að Mountain,
N. Dak., en hann hafði undanfarin
fjögur ár þjónað Mountain presta-
kalli.
Sept. — I lok þess mánaðar fluttu
þau Stefán ritstjóri og frú Kristín
Einarsson alfarin frá Winnipeg til
New Westminster, B.C. Var þeim
margvíslegur sómi sýndur í kveðju-
og þakkarskyni; en Stefán hafði ver-
ið ritstjóri Heimskringlu yfir 30 ár
og samtímis lagt mikinn skerf til ís-
lenzkra félagsmála, einkum á sviði
þjóðræknis- og bindindismála.
Sept.-okt. — Um hálfsmánaðar
tíma fyrir og eftir þau mánaðamot
dvöldu þau Valdimar Björnson,
fjármálaráðherra í Minnesota, og
frú Guðrún kona hans á íslandi i
boði Stúdentafélags Reykjavíkur.
Flutti hann opinbera fyrirlestra af
hálfu þess félags og á vegum ís'
lenzk-ameríska félagsins bæði 1
Reykjavík og á Akureyri við mj°S
mikla aðsókn og sambærilegar und-
irtektir.
1. okt. — Dr. Valdimar J. Eylan^s
og frú Lilja heiðruð með mjög fjöl'
sóttum og virðulegum mannfagna 1
í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipe$
í tilefni þess, að hann hafði þá þj°n'
að söfnuðinum í 21 ár samfleyf'
Hann hefir einnig verið forystuma
ur í öðrum íslenzkum félagsmálnmi
sérstaklega þjóðræknismálum.