Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Síða 78
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þjónustu í þágu fræðslumála byggð-
ar sinnar, framan af árum sem kenn-
ari, en í meir en þrjátíu síðari árin
sem umsjónarmaður skólamála í
Lyon héraði. Hún heitir skírnar-
nafni Jónína Magnea, en foreldrar
hennar voru Jóhannes Halldórsson
Frost kaupmaður í Minneota, frá
Geitafelli í Aðaldal í Þingeyjarsýslu,
og kona hans Borghildur Ingjalds-
dóttir frá Reykjavík, bæði löngu
látin.
16. des. — Séra Hjalti Guðmunds-
son, nýkomin frá íslandi ásamt fjöl-
skyldu sinni, formlega settur inn í
embætti sem prestur Mountain
prestakalls af séra Eric H. Sigmar,
forseta Lúterska kirkjufélagsins, við
fjölmenna guðsþjónustu að Moun-
tain.
Viðbót við atburðaskrá síðasta árs:
Sendiráð íslands í Washington,
D.C. tilkynnir, að hinn 10. okt. 1908
hafi forseti íslands sæmt þessa raeð-
ismenn íslands riddarakrossi hinnar
íslenzku Fálkaorðu: Stanley T. Ól-
afsson, Los Angeles; séra S. O. Thor-
lakson, San Francisco, og Karl
Frederick, Seattle, í viðurkenningar-
skyni fyrir störf þeirra í þágu is-
lenzkra málefna.
Flugferðavísur
VESTUR LOFTIN BLÁ
Greiðfær reynist himinn heiður,
hraðann glæstur drekinn svífur,
vængjalangur, bringubreiður,
bláar öldur loftsins klýfur.
STUNDARDVÖL í SALTVATNSBORG
Hlær við sjónum Saltvatnsborg
sveipuð geislaeldi,
blika hennar breiðu torg
bjarma vafin feldi.
Turnar hefjast himni mót;
hér var mikil saga
skráð í bæði gull og grjót
gleði og sorgardaga.
íslendingar einnig spor
eiga á þessum slóðum;
ættstofn hefir víða vor
varpað frægðarglóðum.
Richard Beck