Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 80
62
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
13. Jóhannes K. Vigfússon, á heimili
sínu að Lundar, Man., 64 ára gamall.
17. Jón Johnson, fyrrum bóndi í Pin-
ey, Man., á heimili sínu í Winnipeg.
Fæddur 28. ágúst 1885 að Auðbrekku í
Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar:
Jón Snorrason og Sigríður Jónsdóttir.
Fluttist til Kanada skömmu fyrir heims-
styrjöldina fyrri. Mikill áhugamaður um
þjóðræknismál; árum saman forseti
deildarinnar „Frón“ í Winnipeg.
17. Jóhannes Eiríksson bóndi í grennd
við Riverton, Man., á heimili sínu.
Fæddur að Sauðanesi í Norður-Þing-
eyjarsýslu 11. des. 1875, en fluttist til
Kanada ásamt foreldrum sínum, Eiríki
Eymundssyni og Helgu Jóhannesdóttur,
árið 1878.
23. Árni Goodman, á sjúkrahúsi í Win-
nipeg. Fæddur 13. marz 1892 að Hauka-
brekku í Snæfellsnessýslu. Foreldrar:
Sigurður Guðmundsson og Sólrún Sig-
urbjörg kona hans. Fluttist með þeim
til Kanada 1905.
23. Magnús (Mike) Sigurdson, lengi
fiskimaður í Mattlock, Man., á sjúkra-
húsi í Winnipeg. Fæddur 19. júlí 1889.
Foreldrar: Jóhann Sigurðsson skipa-
smiður frá Grenivík í Þingeyjarsýslu og
síðari kona hans, Kristín Gísladóttir
Laxdal.
26. Sigurður Arason, fyrrum kaup-
maður að Mountain og í Grand Forks,
N. Dak., á sjúkrahúsi í Seattle, Wash.
Fæddur 30. júlí 1889 á Mountain, sonur
Jakobs og Solveigar Arason, er komu
frá íslandi í Mountain-byggð snemma
á árum. Áhugamaður um félagsmál í
heimabyggð sinni.
FEBRÚAR 1959
2. Thórstína Jackson Walters, að heim-
ili sínu í New York. Fædd í íslenzku
byggðinni í N. Dakota. Foreldrar: Þor-
leifur Jóakimsson Jackson sagnfræðing-
ur og Guðrún Jónsdóttir ljósmóðir.
Kunnur rithöfundur og fyrirlesari.
6. Mrs. Harry (Ari) Johnson, í Akra-
byggðinni í N. Dakota. Fædd þar 9. júní
1892. Foreldrar: Björn og Guðrún Sig-
urðsson, ættuð úr Svarfaðardal í Eyja-
firði.
10. Mrs. T. Sigvaldason, á sjúkrahúsi
í Winnipeg, 82 ára að aldri. Fædd á fs-
landi, en kom til Winnipeg fyrir 65 árum.
10. Sigurður (Sam) Johnson, bóndi að
Oak Point, Man., á sjúkrahúsi að Eriks-
dale, 71 árs gamall.
12 Vigfús Arason, hinn síðasti af land-
nemahópnum, sem settist að á Gimli
haustið 1875, á hjúkrunarhæli þar í bæ,
91 árs að aldri. Fæddur að Hamri í Lax-
árdal í Þingeyjarsýslu 9. apríl 1867.
Foreldrar: Benedikt Arason, landnáms-
maður, frá Stóruvöllum í Bárðardal og
Sigurveig Jónasdóttir frá Halldórsstöð-
um í Laxárdal. Kom með þeim vestur
um haf til Kinmount, Ontario, 1874, en
til Nýja íslands árið eftir.
13. Mrs. Sigurbjörg (Thorsteinsson)
Trommeberg, á Almenna sjúkrahúsinu
í Winnipeg, 63 ára gömul.
13. Guðjón Rafnkelsson bóndi, að
Lundar, Man. Fæddur 23. ágúst 1864 1
Lónssveit í Austur-Skaftafellssýslu.
Foreldrar: Rafnkell Benediktsson og
Guðrún Jónsdóttir. Kom vestur um haf
aldamótaárið.
16. Thomas Edward Johnson (Haf-
steinn Sigurðsson), á Almenna sjúkra-
húsinu í Kenora, Ontario, 93 ára gamall-
Kom til Kanada 1876 og var því úr hopi
elztu íslenzkra innflytjenda.
17. Geirfríður Sigríður Melsted, lengst-
um búsett að Gardar, N. Dak., á sjúkra-
húsinu í Park River, N. Dak. Fædd i
Selkirk, Man., 12. marz 1881. Foreldrar:
Jakob Kristjánsson Frímann og Sigríður
Einarsdóttir, bæði úr Þingeyjarsýslu.
19. Jón Jóhannesson, landnámsmaður
í N. Dakota og Vatnabyggðum í Sas-
katchewan, á sjúkrahúsinu í Wadena,
Sask., 91 árs að aldri. Foreldrar: Jo-
hannes ísleifsson og María Magnúsdott-
ir frá Mýlaugsstöðum í Aðaldal, er fluttu
vestur um haf í Hallson-byggð í N-
Dakota 1884.
MARZ 1959
10. Lilja Stefánsdóttir Jóhannson, á
heimili sínu í Wynyard, Sask. Fædd 14-
jan. 1867. Foreldrar: Stefán Gíslason og
Sigríður Sölvadóttir í Syðra-Vallholti i
Skagafjarðarsýslu. Kom með manni sin-
um, Sveini Jóhannssyni (d. 1937), vestur
um haf í Akrabyggð í N. Dakota 1904,
en voru áratugum saman búsett í grenna
við Wynyard.
11. Guðmundur Jónsson Austfjörð,
lengstum í Mikley, Man., á sjúkrahus
í Winnipeg. Fæddur á Gilsárteigsnja-
leigu í Eiðaþinghá í Suður-Múlasysl
9. maí 1883. Foreldrar: Jón Jónsson }
Skjöldólfsstöðum á Jökuldal og Bj°Vf
Guðmundsdóttir frá Hafrafelli í Fellum-
Fluttist til Kanada fyrir 55 árum.
11. Munda Reykjalín, á heimili sínu *
Grafton, N. Dak. Hún kom vestur um
haf tveggja ára gömul, 1888, með
eldrum sínum, Hjálmari Reykjalm »
Mettu konu hans, er settust að í gren
við Mountain, N. Dak.
15. Sigríður Laxdal, ekkja Sigmunda
Laxdal (d. 1944), í Blaine, Wash. Fæau
28. febr. 1875 í Hörgárdal í Eyjafjarðar
sýslu, dóttir Jónatans trésmiðs Jonatan